Luke Donald skrifaði nýjan kafla í golfsöguna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. október 2011 10:45 Luke Donald náði þeim árangri að vera efstur á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Englendingurinn er fyrsti kylfingurinn frá Evrópu sem nær þeim áfanga. AP Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum. Hinn 33 ára gamli Donald fékk sex fugla í röð á síðari 9 holunum og gerði út um vonir Webb Simpson um að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald varð að enda í einu af tveimur efstu sætunum á Children's Miracle Network Classic meistaramótinu til þess að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald sýndi tilþrif á flötunum með pútternum sem verða seint leikin eftir og sagði Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson að Donald væri einn besti púttari sögunnar. Donald hafði fyrir mótið ekki sigrað í höggleikskeppni í fimm ár í Bandaríkjunum og er þetta aðeins annar sigur hans á þessu tímabili. Hann náði þeim ótrúlega árangri að enda á meðal 10 efstu á 14 mótum af þeim 19 sem hann tók þátt í. Donald getur enn skrifað nýja kafla í golfsöguna á þessu ári. Það eru enn sex mót eftir á Evrópumótaröðinni og Donald er sem stendur í efsta sæti peningalistans á þeirri mótaröð. Ef hann nær að halda því sæti yrði hann sá fyrsti í sögunni sem næði efsta sætinu á peningalistanum á PGA og Evrópumótaröðinni á sama tímabili. Donald er í efsta sæti heimslistans og þar hefur hann verið frá því í maí á þessu ári. Það eina sem skyggir á afrek Donald er sú staðreynd að hann hefur aldrei náð að vinna eitt af risamótunum, sem eru Mastersmótið, Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum. Hinn 33 ára gamli Donald fékk sex fugla í röð á síðari 9 holunum og gerði út um vonir Webb Simpson um að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald varð að enda í einu af tveimur efstu sætunum á Children's Miracle Network Classic meistaramótinu til þess að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald sýndi tilþrif á flötunum með pútternum sem verða seint leikin eftir og sagði Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson að Donald væri einn besti púttari sögunnar. Donald hafði fyrir mótið ekki sigrað í höggleikskeppni í fimm ár í Bandaríkjunum og er þetta aðeins annar sigur hans á þessu tímabili. Hann náði þeim ótrúlega árangri að enda á meðal 10 efstu á 14 mótum af þeim 19 sem hann tók þátt í. Donald getur enn skrifað nýja kafla í golfsöguna á þessu ári. Það eru enn sex mót eftir á Evrópumótaröðinni og Donald er sem stendur í efsta sæti peningalistans á þeirri mótaröð. Ef hann nær að halda því sæti yrði hann sá fyrsti í sögunni sem næði efsta sætinu á peningalistanum á PGA og Evrópumótaröðinni á sama tímabili. Donald er í efsta sæti heimslistans og þar hefur hann verið frá því í maí á þessu ári. Það eina sem skyggir á afrek Donald er sú staðreynd að hann hefur aldrei náð að vinna eitt af risamótunum, sem eru Mastersmótið, Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira