Þýfið úr ráninu frá Frank Michelsen úrsmiði er fundið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu efndi til í dag. Verðmæti þýfisins skiptir milljónum. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins.
Sá sem var handtekinn er Pólverji. Aðrir þrír eru grunaðir um aðild að ráninu og þeir eru farnir úr landi. Lögreglan segir að mennirnir sem grunaðir eru tengist Íslandi ekki neitt og hafi komið hingað gagngert til þess að fremja ránið.
Við segjum nánar frá þessu síðar í dag.