Horner segir Red Bull liðið hafa bætt sig á öllum sviðum 17. október 2011 14:45 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Christian Horner og Mark Webber á verðlaunapallinum í Suður Kóreu í gær. AP MYND: Lee Jin-man Red Bull liðið fagnaði því í gær að liðið vann titil bílasmiða í Formúlu 1, viku eftir að Sebastian Vettel, annar ökumanna liðsins hafði fagnað því að vinna meistaratitil ökumanna. Red Bull var í mestri samkeppni við McLaren og Ferrari um meistaratitil bílasmiða, en tryggði sér titilinn í gær, þó þremur mótum sé enn ólokið á keppnistímabilinu. Yfirmaður Red Bull, Christian Horner segir liðið hafa bætt sig á öllum sviðum. „Þetta verður aldrei auðveldara, það er ljóst. Það væri kjánalegt að vanmeta aðila eins og Ferrari. Það er magnað lið með göfugan uppruna, eins og McLaren og Mercedes Benz," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins aðspurður um hvaða áskorun myndi mæta Red Bull liðinu á næsta ári, í frétt á autosport.com. Red Bull liðið hefur gengið sérlega vel á þessu keppnistímabili og Vettel hefur til þessa unnið tíu mót og hann og Mark Webber, hinn ökumaður liðsins hafa komist á verðlaunapall í 24 skipti á árinu. „Við erum ekki svo miklir kjánar eða hrokafullir að halda að þessu frammistaða sé venjuleg. Hún er óvenjuleg og þarfnast ofurmannlegrar viðleitni að reyna að ná og fá áorkað," sagði Horner. Red Bull er þegar farið að undirbúa keppnisbíl næsta árs og Adrian Newey yfirhönnuður liðsins mun hanna þann bíl með teymi sínu, eins og bíl þessa árs. Horner sagði að Red Bull liðið hefði innan við fjóra mánuði til að hanna og smíðan nýjan bíl fyrir næsta tímabil. Hann segir liðið sterkara í ár, en í fyrra, en liðið vann titil bílasmiða á síðasta ári og hefur því unnið titilinn tvö ár í röð. „Að hefja tímabil sem handhafi meistaratitils bílasmiða þýðir að það eru væntingar og álag sem fylgir því að verja titilinn og ég er sérlega ánægður hvernig liðið hefur meðhöndlað álagið. Liðið hefur bætt sig á öllum sviðum og við erum sterkari eining en fyrir 12 mánuðum. Liðið hefur unnið sem ein heild. Það gerir okkur fært að ná þeim árangri sem við höfum náð", sagði Horner m.a. um árangur liðsins í ár. Formúla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Red Bull liðið fagnaði því í gær að liðið vann titil bílasmiða í Formúlu 1, viku eftir að Sebastian Vettel, annar ökumanna liðsins hafði fagnað því að vinna meistaratitil ökumanna. Red Bull var í mestri samkeppni við McLaren og Ferrari um meistaratitil bílasmiða, en tryggði sér titilinn í gær, þó þremur mótum sé enn ólokið á keppnistímabilinu. Yfirmaður Red Bull, Christian Horner segir liðið hafa bætt sig á öllum sviðum. „Þetta verður aldrei auðveldara, það er ljóst. Það væri kjánalegt að vanmeta aðila eins og Ferrari. Það er magnað lið með göfugan uppruna, eins og McLaren og Mercedes Benz," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins aðspurður um hvaða áskorun myndi mæta Red Bull liðinu á næsta ári, í frétt á autosport.com. Red Bull liðið hefur gengið sérlega vel á þessu keppnistímabili og Vettel hefur til þessa unnið tíu mót og hann og Mark Webber, hinn ökumaður liðsins hafa komist á verðlaunapall í 24 skipti á árinu. „Við erum ekki svo miklir kjánar eða hrokafullir að halda að þessu frammistaða sé venjuleg. Hún er óvenjuleg og þarfnast ofurmannlegrar viðleitni að reyna að ná og fá áorkað," sagði Horner. Red Bull er þegar farið að undirbúa keppnisbíl næsta árs og Adrian Newey yfirhönnuður liðsins mun hanna þann bíl með teymi sínu, eins og bíl þessa árs. Horner sagði að Red Bull liðið hefði innan við fjóra mánuði til að hanna og smíðan nýjan bíl fyrir næsta tímabil. Hann segir liðið sterkara í ár, en í fyrra, en liðið vann titil bílasmiða á síðasta ári og hefur því unnið titilinn tvö ár í röð. „Að hefja tímabil sem handhafi meistaratitils bílasmiða þýðir að það eru væntingar og álag sem fylgir því að verja titilinn og ég er sérlega ánægður hvernig liðið hefur meðhöndlað álagið. Liðið hefur bætt sig á öllum sviðum og við erum sterkari eining en fyrir 12 mánuðum. Liðið hefur unnið sem ein heild. Það gerir okkur fært að ná þeim árangri sem við höfum náð", sagði Horner m.a. um árangur liðsins í ár.
Formúla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira