Bráðabirgðatölur úr Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 4. október 2011 10:00 Mynd af www.svfr.is Bráðabirgðatölur af svæðum SVFR í Soginu eru 752 laxar. Ef að líkum lætur er um að ræða annað besta laxveiðiárið í Sogi frá því skráningar hófust. Tölur SVFR byggjast á veiðinni úr Bíldsfelli, Ásgarðir og Alviðru, auk laxveiðitalna úr Þrastalundi. Um veiðina á Syðri-Brú og Torfastöðum er ekki vitað, enda þau svæði ekki á könnu félagsins. Væntanlega er hér um að ræða annað mesta laxveiðiárið líkt og áður segir, og slær út veiðina sumarið 2009 þegar að 760 laxar voru skráðir til bókar. Hins vegar stendur metveiðisumarið 2010 vel upp úr en þá fengust í Soginu á fjótánda hundrað laxar. Má telja líklegt að heildarveiðin í ánni slái hátt í 900 laxa með öðrum svæðum. Veiðin á svæðum SVFR skiptist á eftirfarandi hátt: Ásgarður 237 Bíldsfell 387 Alviðra 88 Þrastarlundur 40 Athygli vekur dræm veiði í Alviðru miðað við önnur svæði, en tíðar selaferðir upp í Sogið undanfarin ár virðast ýta laxinum ítrekað upp fyrir Álftavatn. Sem fyrr voru stórir laxar á sveimi. 104 sm lax er skráður til bókar í Ásgarði, 105 sm lax er skráður í Bíldsfelli í lokunarhollinu og vitað er um einn 10.2kg lax úr Þrastarlundi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði
Bráðabirgðatölur af svæðum SVFR í Soginu eru 752 laxar. Ef að líkum lætur er um að ræða annað besta laxveiðiárið í Sogi frá því skráningar hófust. Tölur SVFR byggjast á veiðinni úr Bíldsfelli, Ásgarðir og Alviðru, auk laxveiðitalna úr Þrastalundi. Um veiðina á Syðri-Brú og Torfastöðum er ekki vitað, enda þau svæði ekki á könnu félagsins. Væntanlega er hér um að ræða annað mesta laxveiðiárið líkt og áður segir, og slær út veiðina sumarið 2009 þegar að 760 laxar voru skráðir til bókar. Hins vegar stendur metveiðisumarið 2010 vel upp úr en þá fengust í Soginu á fjótánda hundrað laxar. Má telja líklegt að heildarveiðin í ánni slái hátt í 900 laxa með öðrum svæðum. Veiðin á svæðum SVFR skiptist á eftirfarandi hátt: Ásgarður 237 Bíldsfell 387 Alviðra 88 Þrastarlundur 40 Athygli vekur dræm veiði í Alviðru miðað við önnur svæði, en tíðar selaferðir upp í Sogið undanfarin ár virðast ýta laxinum ítrekað upp fyrir Álftavatn. Sem fyrr voru stórir laxar á sveimi. 104 sm lax er skráður til bókar í Ásgarði, 105 sm lax er skráður í Bíldsfelli í lokunarhollinu og vitað er um einn 10.2kg lax úr Þrastarlundi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði