Tiger ánægður með að komast áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2011 15:30 Tiger Woods í mótinu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods komst í gær í gegnum niðurskurðinn á móti í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær og var ánægður með þá niðurstöðu. Hætta varð leik í gær vegna þoku en Tiger náði að klára sitt og lék vel - á alls 68 höggum eða þremur undir pari vallarins. Hann náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum er hann spilaði á 73 höggum en var nógu góður í gær til að komast áfram. Tiger hefur ekki unnið stórmót í golfi í þrjú ár og datt í vikunni í fyrsta sinn í fimmtán ár úr hópi efstu 50 kylfinga heims á heimslistanum. Hann er nú að keppa á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Síðast lék hann á PGA-meistaramótinu í ágúst og komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þetta er alltaf í vinnslu hjá manni,“ sagði Tiger við fréttamenn í gær. „Maður verður að sinna vinnunni á æfingasvæðinu heima hjá sér, spila svo vel á mótum og reyna að ná eins langt og mögulegt er.“ „Ég er aldrei hrifinn af því að missa af niðurskurðinum. Það þýðir að maður á ekki möguleika á að vinna mótið. En þessa helgina á enn ég möguleika á sigri.“ Golf Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods komst í gær í gegnum niðurskurðinn á móti í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær og var ánægður með þá niðurstöðu. Hætta varð leik í gær vegna þoku en Tiger náði að klára sitt og lék vel - á alls 68 höggum eða þremur undir pari vallarins. Hann náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum er hann spilaði á 73 höggum en var nógu góður í gær til að komast áfram. Tiger hefur ekki unnið stórmót í golfi í þrjú ár og datt í vikunni í fyrsta sinn í fimmtán ár úr hópi efstu 50 kylfinga heims á heimslistanum. Hann er nú að keppa á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Síðast lék hann á PGA-meistaramótinu í ágúst og komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þetta er alltaf í vinnslu hjá manni,“ sagði Tiger við fréttamenn í gær. „Maður verður að sinna vinnunni á æfingasvæðinu heima hjá sér, spila svo vel á mótum og reyna að ná eins langt og mögulegt er.“ „Ég er aldrei hrifinn af því að missa af niðurskurðinum. Það þýðir að maður á ekki möguleika á að vinna mótið. En þessa helgina á enn ég möguleika á sigri.“
Golf Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira