Fótbolti

Sölvi og Ragnar töpuðu í Belgíu - Tottenham og Stoke unnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen í leik með FCK.
Sölvi Geir Ottesen í leik með FCK. Nordic Photos / Getty Images
FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld fyrir belgíska liiðinu Standard Liege, 3-0, í Evrópudeild UEFA. Ensku liðin Tottenham og Stoke unnu hins vegar sína leiki.

Mörk Standard Liege komu öll í seinni hálfleik en þeir Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson léku báðir allan leikinn í vörn FCK.

Stoke vann góðan sigur á Besiktas á heimavelli, 2-1. Tyrkirnir komust yfir á 14. mínútu en Peter Crouch jafnaði aðeins mínútu síðar. Jonathan Walters tryggði Stoke svo sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok.

Tottenham vann svo spútniklið Shamrock Rovers frá Írlandi, 3-1. Írarnir komust reyndar yfir með marki Stephen Rice á 51. mínútu en þeir Roman Pavlyuchenko, Jermain Defoe og Giovani Dos Santos gerðu út um leikinn með þremur mörkum á fimm mínútna kafla stuttu síðar.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hvíldi marga af sínu sterkustu leikmönnum fyrir stórleik liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×