Fótbolti

Ragnar lagði upp sigurmark FCK - Sölvi og Ragnar lokuðu vörninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn vann 1-0 útisigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og er eftir leikinn með sjö stiga forskot á Aalborg BK á toppnum en Álaborgarliðið á reyndar leik inni.

César Santín skoraði sigurmarið á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Ragnari Sigurðssyni sem hafði komið inn á sem varamaður mínútu áður.

Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði FCK en Ragnar kom inn á sem varamaður á tólfu mínútu fyrir fyrirliðann Mathias Jörgensen sem meiddist.

Sölvi og Ragnar léku saman í 78 mínútur í miðri vörninni og FCK hélt hreinu og fagnaði góðum sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×