Fótbolti

OB-liðið fór í gang þegar Rúrik fór útaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Mynd/Nordic Photos/Getty
OB frá Óðinsvéum vann 3-1 útisigur á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. OB komst upp í þriðja sætið með þessum sigri en Silkeborg er áfram í þriðja neðsta sæti.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB en var tekinn útaf í hálfleik þegar staðan var 1-0 fyrir Silkeborg þökk sé marki Kaimar Saag á 23. mínútu.

Varamennirnir kveiktu í OB-liðinu. Hans Henrik Andreasen kom inn á í hálfleik og jafnaði leikinn á 53. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Peter Utaka sem hafði komið inn fyrir Rúrik í hálfleiknum.

Þriðji varamaðurinn, Chris Sørensen, skoraði síðan þriðja markið á lokamínútum leiksins en áður hafði Silkeborg misst mann af velli með rautt spjald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×