Fótbolti

Varnarmaðurinn Jørgensen hjá FCK frá í níu mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mathias Jørgensen í leik með FCK.
Mathias Jørgensen í leik með FCK. Nordic Photos / Getty Images
Mathias „Zanka“ Jørgensen, varnarmaður og fyrirliði FC Kaupmannahafnar, verður frá næstu níu mánuðina þar sem hann er með slitið krossband í hné.

Jørgensen spilar sem miðvörður, rétt eins og Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson, sem spiluðu báðir í vörn FCK gegn Vorskla Poltava í Evrópudeild UEFA nú í vikunni.

Jørgensen meiddist í 1-0 sigri FCK gegn Lyngby um síðustu helgi og var í fyrstu talið að meiðsli hans væru ekki svo alvarleg. Hann fór í aðgerð í vikunni og komu þá enn alvarlegri skemmdir í ljós.

FCK gekk í vikunni frá samningum við bakvörðinn Lars Jacobsen, sem lék síðast með West Ham í Englandi, og verður hann á mála hjá liðinu til loka ársins.

„Við erum mjög ánægður með að Lars muni vera okkur innan handar til loka ársins. Það var slæmt að missa „Zanka“ í meiðsli en með þessu erum við komnir með þann fjölda varnarmanna sem við viljum vera með.

FCK mætir næst Standard Liege í Evrópudeildinni í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×