Sport

Norðurlandamót 19 ára í frjálsum - 17 keppendur frá Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefanía, Arna og Sveinbjörg verða í eldlínunni um helgina.
Stefanía, Arna og Sveinbjörg verða í eldlínunni um helgina. Mynd / www.rikivatnajokuls.is
Íslendingar eiga 17 fulltrúa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum 19 ára og yngri sem fram fer á Österbro-leikvanginum í Kaupmannahöfn um helgina.

Á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands kemur fram að liðið sé nokkuð ungt. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í Kaupmannahöfn á heimasíðu mótsins með því að smella hér.

Íslensku stelpurnar

Aníta Hinriksdóttir ÍR; 800m, 1500m og 4x400m

Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR; 200m, 400m, 4x100m og 4x400m

Arna Ýr Jónsdóttir Breiðablik; stangarstökk

Björg Gunnarsdóttir ÍR; 4x400m

Dóra Hlin Loftsdóttir FH; 100m og 4x100m

Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR; þrístökk og 4x100m

María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni; 100m grind og spjótkast

Stefanía Valdimarsdóttir Breiðablik; 400m grind og 4x400m

Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ; langstökk, hástökk, kúla og 4x100m

Íslensku strákarnir

Hilmar Örn Jónsson ÍR; sleggjukast

Hreinn Heiðar Jóhannsson HSK; hástökk

Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik; stangarstökk, kringlukast, 4x100m og 4x400m

Ívar Kristinn Jasonarson ÍR; 200m, 400m, 4x100m og 4x400m.

Juan Ramon Borges B. ÍR; langstökk, 4x100m og 4x400m

Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA; 100m, 4x100m og 4x400m

Sindri Hrafn Guðmundss Breiðablik; spjótkast

Sindri Lárusson ÍR; kúluvarp

 

Íslendingar unnu til þriggja gullverðlauna á mótinu í fyrra sem fram fór á Akureyri. Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr ÍR sigraði í 400 metra hlaupi, Hulda Þorsteindóttir í stangarstökki og Stefanía Valdimarsdóttir í 400 metra grindahlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×