Höfuðborginni dugar þrjú stig til viðbótar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2011 20:00 Stefán Már Stefánsson og liðsfélagi hans í dag, Rafn Stefán Rafnsson, unnu báðar sínar viðureignir í dag. Mynd/GVA Fyrri keppnisdegi á KPMG-mótinu er nú lokið og óhætt að segja að keppnislið höfuðborgarinnar standi vel að vígi fyrir keppni í tvímenningi á morgun. Í morgun var keppt í fjórleik og svo í fjórmenningi nú síðdegis. Lið höfuðborgarinnar fékk samtals níu og hálft stig úr viðureignunum en landsbyggðin einungis tvö og hálft. Landsbyggðin hefur borið sigur úr býtum í þessari keppni undanfarin tvö ár en fyrirmynd hennar er Ryder-keppnin þar sem keppnislið Bandaríkjanna og Evrópu keppast annað hvert ár. Tvímenningur fer fram á morgun og fær þá lið landsbyggðarinnar tækifæri til að rétta sinn hlut. Tólf af 24 stigum alls eru enn í pottinum en lið höfuðborgarinnar þarf aðeins þrjú stig til viðbótar til að fá meirihluta stiganna og tryggja sér þar með sigur í keppninni. Þá er einnig keppt í eldri flokki en þar hefur höfuðborgin einnig forystu, með sjö og hálft stig gegn þremur og hálfu stigi landsbyggðarinnar. Úrslitin í öllum viðureigunum má finna hér. Golf Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fyrri keppnisdegi á KPMG-mótinu er nú lokið og óhætt að segja að keppnislið höfuðborgarinnar standi vel að vígi fyrir keppni í tvímenningi á morgun. Í morgun var keppt í fjórleik og svo í fjórmenningi nú síðdegis. Lið höfuðborgarinnar fékk samtals níu og hálft stig úr viðureignunum en landsbyggðin einungis tvö og hálft. Landsbyggðin hefur borið sigur úr býtum í þessari keppni undanfarin tvö ár en fyrirmynd hennar er Ryder-keppnin þar sem keppnislið Bandaríkjanna og Evrópu keppast annað hvert ár. Tvímenningur fer fram á morgun og fær þá lið landsbyggðarinnar tækifæri til að rétta sinn hlut. Tólf af 24 stigum alls eru enn í pottinum en lið höfuðborgarinnar þarf aðeins þrjú stig til viðbótar til að fá meirihluta stiganna og tryggja sér þar með sigur í keppninni. Þá er einnig keppt í eldri flokki en þar hefur höfuðborgin einnig forystu, með sjö og hálft stig gegn þremur og hálfu stigi landsbyggðarinnar. Úrslitin í öllum viðureigunum má finna hér.
Golf Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira