Óvæntur en bandarískur sigur á PGA-meistaramótinu í golfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 00:24 Nordic Photos/AFP Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley vann dramatískan sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Bradley hafði betur í umspili gegn landa sínum Jason Dufner. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu og sigraði Bradley með einu höggi. Dufner virtist kominn með aðra höndina á titilinn þegar fjórar holur voru eftir á lokahringnum. Ekki versnaði útlitið fyrir hann þegar Bradley spilaði 15. holuna á þremur höggum yfir pari. Dufner fór hins vegar á taugum á síðustu holunum. Upphafshögg hans á 15. holunni fór í vatnið og hann fékk þrjá skolla í röð svo fara þurfti í umspil. Bradley setti niður rúmlega metra pútt fyrir fugli á fyrstu holunni í umspilinu og Dufner fékk skolla á þeirri annarri. Fugl hjá Dufner á síðustu holunni dugði ekki til því Bradley paraði og vann sigur. Sigur Bradley batt enda á lengstu bið Bandaríkjamanna eftir titli á stórmóti í háa herrans tíð. Kani hafði ekki unnið sigur á stórmóti í golfi frá því Phil Mickelson vann Masters-mótið á síðasta ári. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley vann dramatískan sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Bradley hafði betur í umspili gegn landa sínum Jason Dufner. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu og sigraði Bradley með einu höggi. Dufner virtist kominn með aðra höndina á titilinn þegar fjórar holur voru eftir á lokahringnum. Ekki versnaði útlitið fyrir hann þegar Bradley spilaði 15. holuna á þremur höggum yfir pari. Dufner fór hins vegar á taugum á síðustu holunum. Upphafshögg hans á 15. holunni fór í vatnið og hann fékk þrjá skolla í röð svo fara þurfti í umspil. Bradley setti niður rúmlega metra pútt fyrir fugli á fyrstu holunni í umspilinu og Dufner fékk skolla á þeirri annarri. Fugl hjá Dufner á síðustu holunni dugði ekki til því Bradley paraði og vann sigur. Sigur Bradley batt enda á lengstu bið Bandaríkjamanna eftir titli á stórmóti í háa herrans tíð. Kani hafði ekki unnið sigur á stórmóti í golfi frá því Phil Mickelson vann Masters-mótið á síðasta ári.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira