Ásdís og Kristinn keppa á HM í frjálsum - meiðsli Ásdísar há henni ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2011 14:51 Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni. Mynd/Stefán Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ákveðið að senda Kristinn Torfason úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í borginni Daegu í Kóreu og hefst síðar í þessum mánuði. Ásdís náði lágmarki bæði fyrir HM og Ólympíuleikana þegar hún kastaði 59,12 metra á móti í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Sá árangur ætti að geta dugað í úrslit, en á síðustu mótum hafa 58 metra köst nægt til að komast í úrslitakeppnina. Ásdís keppir í undankeppninni fimmtudaginn 1. september næstkomandi um kl. 11:25 að staðartíma. Ásdís á best 61,37 metra sem jafnframt er Íslandsmet í greininni, sett á Laugardalsvelli 2009. Hún komst í úrslit á EM í fyrra og keppti á HM í Berlín fyrir tveimur árum. Nýleg meiðsli Ásdísar munu hvorki há henni við undirbúning eða keppni á mótinu, en hún hefur farið í skoðun hjá sérfræðilækni úr fagteymi ÍSÍ. Kristinn Torfason hefur staðið sig vel á þessu ári og hefur sýnt mikið öryggi á mótum ársins. Innanhúss á hann best 7,77 metra frá því í Bikarkeppni FRÍ í vetur og þá stökk hann 7,73 metra á Evrópumeistaramótinu í París og 7,57 mtra á Reykjavík International Games í janúar. Kristinn hefur stokkið lengst 7,67 metra utanhúss í ár frá því á Smáþjóðaleikunum en hann stökk þó reyndar 7,82 metra á Meistaramótinu á Selfossi í of miklum meðvindi. Kristinn keppir á HM nú í fyrsta sinn, en hann tók þátt á EM í vetur eins og áður sagði. Undankeppnin í langstökki er næstum því á sama tíma og hjá Ásdísi í spjótkastinu. Innlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ákveðið að senda Kristinn Torfason úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í borginni Daegu í Kóreu og hefst síðar í þessum mánuði. Ásdís náði lágmarki bæði fyrir HM og Ólympíuleikana þegar hún kastaði 59,12 metra á móti í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Sá árangur ætti að geta dugað í úrslit, en á síðustu mótum hafa 58 metra köst nægt til að komast í úrslitakeppnina. Ásdís keppir í undankeppninni fimmtudaginn 1. september næstkomandi um kl. 11:25 að staðartíma. Ásdís á best 61,37 metra sem jafnframt er Íslandsmet í greininni, sett á Laugardalsvelli 2009. Hún komst í úrslit á EM í fyrra og keppti á HM í Berlín fyrir tveimur árum. Nýleg meiðsli Ásdísar munu hvorki há henni við undirbúning eða keppni á mótinu, en hún hefur farið í skoðun hjá sérfræðilækni úr fagteymi ÍSÍ. Kristinn Torfason hefur staðið sig vel á þessu ári og hefur sýnt mikið öryggi á mótum ársins. Innanhúss á hann best 7,77 metra frá því í Bikarkeppni FRÍ í vetur og þá stökk hann 7,73 metra á Evrópumeistaramótinu í París og 7,57 mtra á Reykjavík International Games í janúar. Kristinn hefur stokkið lengst 7,67 metra utanhúss í ár frá því á Smáþjóðaleikunum en hann stökk þó reyndar 7,82 metra á Meistaramótinu á Selfossi í of miklum meðvindi. Kristinn keppir á HM nú í fyrsta sinn, en hann tók þátt á EM í vetur eins og áður sagði. Undankeppnin í langstökki er næstum því á sama tíma og hjá Ásdísi í spjótkastinu.
Innlendar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira