Fótbolti

Schalke tapaði í Finnlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teemu Pukku fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Teemu Pukku fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP
Fjölmargir leikir fóru fram í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og hefur verið greint frá úrslitum nokkurra þeirra hér á Vísi í kvöld. Meðal annarra úrslita má nefna að þýska liðið Schalke tapaði fyrir finnska liðinu HJK Helsinki á útivelli í kvöld, 2-0.

Teemu Pukki skoraði bæði mörk finnska liðsins í kvöld en liðin mætast aftur í næstu viku og þá í Þýskalandi. Þá ræðst hvort liðið kemst áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Stórleikur forkeppninnar er án efa rimma þýska liðsins Hannover og Sevilla frá Spáni. Liðin mættust í Þýskalandi í kvöld og vann Hannover 2-1 sigur. Jan Schlaudraff skoraði bæði mörk Hannover en Frederic Kanoute mark Sevilla.

Lazio frá Róm vann 6-0 stórsigur á Robitnick Skopje frá Makedóníu en hitt Rómarliðið, AS Roma, tapaði hins vegar fyrir Slovan Bratislava í Slóvakíu.

Önnur úrslit í kvöld:

Maccabi Tel Aviv - Panathinaikos 3-0

Bursaspor - Anderlecht 1-2

Nordsjælland - Sporting Lissabon 0-0

Standard Liege - Helsingborg 1-0

Rosenborg - AEK Larnaca 0-0

Maribor - Glasgow Rangers 2-1

Differdange FC - Paris St. Germain 0-4

Glasgow Celtic - FC Sion 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×