Stutta spilið að skila Ólafi Birni svona ofarlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2011 14:00 Ólafur Björn Loftsson og Björgvin Sigurbergsson. Mynd/Pjetur Ólafur Björn Loftsson þarf að treysta á stutta spilið hjá sér á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu. Þegar tölfræði fyrsta dagsins er skoðuð sést að það eru voru aðeins fjórir keppendur á mótinu sem slógu styttra að meðaltali en Ólafur á þessum fyrsta hring. Ólafur lék fyrsta daginn á tveimur höggum undir pari þrátt fyrir að fá skramba (tvö högg yfir pari) á fyrstu holu. Hann gerði engin mistök eftir það og spilaði síðustu 17 holurnar á fjórum höggum undir pari. Ólafur endaði daginn síðan í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ólafur Björn sló að meðaltali 250 metra í upphafshöggum sínum og er hann í 150. sæti af 155 keppendum þegar kemur að meðalhögglengd í upphafshöggum. Ólafur Björn er í 33. sæti yfir nákvæmni í upphafshöggum og í 36. sæti í að ná inn á flatir í réttum höggfjölda. Hann er síðan í 105. sæti yfir flest pútt á þessum fyrsta hring. Ólafur fer út í dag klukkan 17.50 að íslenskum tíma en hann er fimm höggum á eftir þeim Jeff Quinney og Tommy Gainey sem voru efstir og jafnir eftir fyrstu 18 holurnar. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson þarf að treysta á stutta spilið hjá sér á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu. Þegar tölfræði fyrsta dagsins er skoðuð sést að það eru voru aðeins fjórir keppendur á mótinu sem slógu styttra að meðaltali en Ólafur á þessum fyrsta hring. Ólafur lék fyrsta daginn á tveimur höggum undir pari þrátt fyrir að fá skramba (tvö högg yfir pari) á fyrstu holu. Hann gerði engin mistök eftir það og spilaði síðustu 17 holurnar á fjórum höggum undir pari. Ólafur endaði daginn síðan í 41. sæti ásamt fleiri kylfingum. Ólafur Björn sló að meðaltali 250 metra í upphafshöggum sínum og er hann í 150. sæti af 155 keppendum þegar kemur að meðalhögglengd í upphafshöggum. Ólafur Björn er í 33. sæti yfir nákvæmni í upphafshöggum og í 36. sæti í að ná inn á flatir í réttum höggfjölda. Hann er síðan í 105. sæti yfir flest pútt á þessum fyrsta hring. Ólafur fer út í dag klukkan 17.50 að íslenskum tíma en hann er fimm höggum á eftir þeim Jeff Quinney og Tommy Gainey sem voru efstir og jafnir eftir fyrstu 18 holurnar.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira