Sport

Reykvískir unglingar stóðu sig vel í Skotlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frjálsíþróttalið Íslands í Skotlandi.
Frjálsíþróttalið Íslands í Skotlandi. Mynd/Heimasíða ÍR
Reykvískir unglingar stóðu sig vel í frjálsíþróttakeppni á stóru íþróttamóti í Skotlandi sem lauk um helgina. Reykjavík vann til verðlauna í frjálsum íþróttum, júdó og sundi.

Mótið sem fram fór í Lanarkshire í Skotlandi var afar fjölmennt. Um 1300 unglingar frá 77 borgum tóku þátt en keppt var í frjálsum íþróttum, sundi, badminton og júdó.

Árangur frjálsíþróttaliðsins stóð upp úr. Liðið vann flest gullverðlaun auk Singapore eða tvö og auk þess ein silfurverðlaun og tvö brons.

Frjálsar íþróttir

Anita Hinriksdóttir sigraði í 800 metra hlaupi stúlkna á tímanum 2:10,10 mín.

Hilmar Örn Jónsson sigraði í kúluvarpi drengja með 16,52 metra kasti (4kg kúla).

Boðhlaupssveit drengja í 4x100m boðhlaupi vann silfurverðlaun á tímanum 47,27 sek(Jón Gunnar Björnsson, Kristinn Héðinsson, Hilmar Örn Jónsson og Gunnar Ingi Harðarson hlupu).

Hanna Þráinsdóttir vann bronsverðlaun í hástökki stúlkna með stökki uppá 1,55 metra.

Jón Gunnar Björnsson vann bronsverðlaun í hástökki drengja en hann stökk 1,75 metra.

Sund

Kristinn Þórarinsson vann gullverðlaun í 100 metra baksundi og silfur í 200 metra baksundi.

Júdó

Roman Rumba og Logi Haraldsson unnu silfurverðlaun í sínum þyngdarflokki í júdó.

Alls tóku 18 íslenskir krakkar þátt í leikjunum fyrir hönd Reykjavíkur. Nánari upplýsingar á heimasíðu ÍBR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×