Viðskipti erlent

Moody´s setur Írland í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfi Írlands niður í ruslið. Einkunnin var lækkuð niður í Ba1 með neikvæðum horfum.

Í frétt á Bloomberg um málið segir að Moody´s óttast að Írar muni þurfa á frekari neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og ESB en þegar hefur verið ákveðið. Að öllum líkindum þurftu Írar frekari aðstoð um leið og áætlun þeirra og AGS lýkur árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×