Darren Clarke sigraði á Opna breska 17. júlí 2011 17:08 Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Afp Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Clarke lék samtals á 5 höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Phil Mickelson. Clarke lék á pari vallar eða 70 höggum í dag. Norður-Írar hafa fagnað sigri á einu af stórmótunum fjórum þrívegis á undanförnum 13 mánuðum. Greame McDowell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2010, Rory McIlroy tók þann titil af landa sínum í júní s.l. og nú tekur Clarke við keflinu og landar þriðja titlinum á stórmóti fyrir þessa litlu þjóð.Lokastaðan: Fyrir sigurinn fékk Clarke um 170 milljónir kr.í verðlaunafé og keppnisrétt á þessu stórmóti þar til hann verður 65 ára gamall. Clarke hefur ekki verið áberandi á atvinnumótum á undanförnum misserum en hann tók ekki þátt á fyrstu tveimur stórmótum ársins þar sem hann var ekki með keppnisrétt á þeim mótum. Hann er sá fyrsti sem sigrar á Opna breska meistaramótinu eftir að hafa tekið þátt 15 sinnum eða oftar á þessu móti. Clarke hafði fyrir þetta mót tekið 19 sinnum þátt og besti árangur hans var 2. sætið árið 1997. Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson virtist ætla að blanda sér í baráttuna um sigurinn en hann lék frábært golf á fyrri 9 holunum og var 6 höggum undir pari á hringnum eftir aðeins 10 holur. Mickelson náði að jafna við Clarke um tíma en fjórir skollar á síðari 9 holunum gerðu út um vonir Mickelson – sem á enn eftir að brjóta ísinn og landa sigri á þessu móti. Hann lék lokahringinn á 68 höggum eða -2 og samtals á -3. Dustin Johnson frá Bandaríkjunum var í síðasta ráshópnum með Clarke en hann gerði dýrkeypt mistök á 14. braut þar sem hann sló boltann út fyrir vallarmörk og lék hann holuna á 2 höggum yfir pari. Fram að þeim tíma var Johnson í baráttunni um sigurinn en Clarke gerði engin mistök á lokakaflanum. Elsti sigurvegarinn á Opna breska meistaramótinu er Tom Morris sem var rúmlega 46 ára gamall árið 1867 þegar hann sigraði á mótinu. Argentínumaðurinn Roberto de Vicenzo var 44 ára gamall þegar hann vann mótið árið 1967. Tíu efstu á þessu móti náðu að tryggja sér keppnisrétt á mótinu sem fer fram eftir ár á Royal Lytham & St Annes vellinum. Fjórir efstu á Opna breska fengu einnig keppnisrétt á Mastersmótinu sem fer fram í apríl á næsta ári. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Clarke lék samtals á 5 höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Phil Mickelson. Clarke lék á pari vallar eða 70 höggum í dag. Norður-Írar hafa fagnað sigri á einu af stórmótunum fjórum þrívegis á undanförnum 13 mánuðum. Greame McDowell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2010, Rory McIlroy tók þann titil af landa sínum í júní s.l. og nú tekur Clarke við keflinu og landar þriðja titlinum á stórmóti fyrir þessa litlu þjóð.Lokastaðan: Fyrir sigurinn fékk Clarke um 170 milljónir kr.í verðlaunafé og keppnisrétt á þessu stórmóti þar til hann verður 65 ára gamall. Clarke hefur ekki verið áberandi á atvinnumótum á undanförnum misserum en hann tók ekki þátt á fyrstu tveimur stórmótum ársins þar sem hann var ekki með keppnisrétt á þeim mótum. Hann er sá fyrsti sem sigrar á Opna breska meistaramótinu eftir að hafa tekið þátt 15 sinnum eða oftar á þessu móti. Clarke hafði fyrir þetta mót tekið 19 sinnum þátt og besti árangur hans var 2. sætið árið 1997. Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson virtist ætla að blanda sér í baráttuna um sigurinn en hann lék frábært golf á fyrri 9 holunum og var 6 höggum undir pari á hringnum eftir aðeins 10 holur. Mickelson náði að jafna við Clarke um tíma en fjórir skollar á síðari 9 holunum gerðu út um vonir Mickelson – sem á enn eftir að brjóta ísinn og landa sigri á þessu móti. Hann lék lokahringinn á 68 höggum eða -2 og samtals á -3. Dustin Johnson frá Bandaríkjunum var í síðasta ráshópnum með Clarke en hann gerði dýrkeypt mistök á 14. braut þar sem hann sló boltann út fyrir vallarmörk og lék hann holuna á 2 höggum yfir pari. Fram að þeim tíma var Johnson í baráttunni um sigurinn en Clarke gerði engin mistök á lokakaflanum. Elsti sigurvegarinn á Opna breska meistaramótinu er Tom Morris sem var rúmlega 46 ára gamall árið 1867 þegar hann sigraði á mótinu. Argentínumaðurinn Roberto de Vicenzo var 44 ára gamall þegar hann vann mótið árið 1967. Tíu efstu á þessu móti náðu að tryggja sér keppnisrétt á mótinu sem fer fram eftir ár á Royal Lytham & St Annes vellinum. Fjórir efstu á Opna breska fengu einnig keppnisrétt á Mastersmótinu sem fer fram í apríl á næsta ári.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira