Darren Clarke djammaði í alla nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2011 23:00 Clarke á blaðamannafundinum í morgun. Nordic Photos/AFP Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. „Ég hef horft á bikarinn í alla nótt og er að átta mig á því að hann sé minn," sagði þreytulegur Clarke á blaðamannafundinum í morgun. „Ég sef líklega ekkert fyrr en á morgun. Maður verður að njóta þess meðan maður getur. Ég drakk þónokkur glös af bjór og þónokkur af rauðvíni og gamaninu lauk fyrir 30 mínútum. Þetta var mjög skemmtileg nótt," sagði Clarke. Clarke neitaði því að hann hefði drukkið úr bikarnum sjálfum. „Mér finnst skrýtið að setja eitthvað í bikarinn sem á ekki heima þar. Það er ekkert í honum ennþá. Það gæti þó breyst eftir því sem líður á vikuna," sagði Clarke léttur við fréttamenn. Clarke tileinkaði sigurinn sonum sínum tveimur, Tyrone og Conor í Portrush á Norður-Írlandi, ásamt eiginkonu sinni Heather sem lést árið 2006 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. „Tyrne var mjög ánægður, mjög stoltur. Hann sagðist ætla að segja öllum að pabbi sinni hefði unnið Opna breska. Conor vildi vita í hvað hann gæti varið öllum peningnum. Þannig að viðbrögð þeirra voru misjöfn, en báðir mjög ánægðir." Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. „Ég hef horft á bikarinn í alla nótt og er að átta mig á því að hann sé minn," sagði þreytulegur Clarke á blaðamannafundinum í morgun. „Ég sef líklega ekkert fyrr en á morgun. Maður verður að njóta þess meðan maður getur. Ég drakk þónokkur glös af bjór og þónokkur af rauðvíni og gamaninu lauk fyrir 30 mínútum. Þetta var mjög skemmtileg nótt," sagði Clarke. Clarke neitaði því að hann hefði drukkið úr bikarnum sjálfum. „Mér finnst skrýtið að setja eitthvað í bikarinn sem á ekki heima þar. Það er ekkert í honum ennþá. Það gæti þó breyst eftir því sem líður á vikuna," sagði Clarke léttur við fréttamenn. Clarke tileinkaði sigurinn sonum sínum tveimur, Tyrone og Conor í Portrush á Norður-Írlandi, ásamt eiginkonu sinni Heather sem lést árið 2006 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. „Tyrne var mjög ánægður, mjög stoltur. Hann sagðist ætla að segja öllum að pabbi sinni hefði unnið Opna breska. Conor vildi vita í hvað hann gæti varið öllum peningnum. Þannig að viðbrögð þeirra voru misjöfn, en báðir mjög ánægðir."
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira