Darren Clarke djammaði í alla nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2011 23:00 Clarke á blaðamannafundinum í morgun. Nordic Photos/AFP Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. „Ég hef horft á bikarinn í alla nótt og er að átta mig á því að hann sé minn," sagði þreytulegur Clarke á blaðamannafundinum í morgun. „Ég sef líklega ekkert fyrr en á morgun. Maður verður að njóta þess meðan maður getur. Ég drakk þónokkur glös af bjór og þónokkur af rauðvíni og gamaninu lauk fyrir 30 mínútum. Þetta var mjög skemmtileg nótt," sagði Clarke. Clarke neitaði því að hann hefði drukkið úr bikarnum sjálfum. „Mér finnst skrýtið að setja eitthvað í bikarinn sem á ekki heima þar. Það er ekkert í honum ennþá. Það gæti þó breyst eftir því sem líður á vikuna," sagði Clarke léttur við fréttamenn. Clarke tileinkaði sigurinn sonum sínum tveimur, Tyrone og Conor í Portrush á Norður-Írlandi, ásamt eiginkonu sinni Heather sem lést árið 2006 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. „Tyrne var mjög ánægður, mjög stoltur. Hann sagðist ætla að segja öllum að pabbi sinni hefði unnið Opna breska. Conor vildi vita í hvað hann gæti varið öllum peningnum. Þannig að viðbrögð þeirra voru misjöfn, en báðir mjög ánægðir." Golf Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. „Ég hef horft á bikarinn í alla nótt og er að átta mig á því að hann sé minn," sagði þreytulegur Clarke á blaðamannafundinum í morgun. „Ég sef líklega ekkert fyrr en á morgun. Maður verður að njóta þess meðan maður getur. Ég drakk þónokkur glös af bjór og þónokkur af rauðvíni og gamaninu lauk fyrir 30 mínútum. Þetta var mjög skemmtileg nótt," sagði Clarke. Clarke neitaði því að hann hefði drukkið úr bikarnum sjálfum. „Mér finnst skrýtið að setja eitthvað í bikarinn sem á ekki heima þar. Það er ekkert í honum ennþá. Það gæti þó breyst eftir því sem líður á vikuna," sagði Clarke léttur við fréttamenn. Clarke tileinkaði sigurinn sonum sínum tveimur, Tyrone og Conor í Portrush á Norður-Írlandi, ásamt eiginkonu sinni Heather sem lést árið 2006 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. „Tyrne var mjög ánægður, mjög stoltur. Hann sagðist ætla að segja öllum að pabbi sinni hefði unnið Opna breska. Conor vildi vita í hvað hann gæti varið öllum peningnum. Þannig að viðbrögð þeirra voru misjöfn, en báðir mjög ánægðir."
Golf Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira