Viðskipti erlent

Hyggst gera AGS fjölbreyttari og leysa skuldavanda heimilanna

Christine Lagarde
Christine Lagarde Mynd/AFP
Christine Lagarde, nýji forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ætlar að gera stofnunina fjölbreyttari auk þess sem hún hyggst beita sér fyrir því að leysa skuldavanda heimilanna í Evrópu. Þetta tilkynnti hún í dag á fyrsta blaðamannafundi sínum sem forstjóri stofnunarinnar.

Lagarde forðaðist beinar spurningar um efnahagsástandið í Grikklandi, en hún líkti ástandinu í Evrópu við bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers, sem hrundi við upphaf efnahagskreppunnar árið 2008.

Þá sagði hún að efnahagskreppan væri liðin hjá og bætti því við að spár fyrir árin 2011 og 2012 sýndu að fjármálaheimurinn væri greinilega að rísa úr öskunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×