Umfjöllun: Naum forysta ÍBV fyrir Írlandsferðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Vodafonvellinum skrifar 30. júní 2011 15:16 Þórarinn ingi fagnar eftir leik. mynd/hag Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1 Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Eyjamenn fengu nokkur færi til viðbótar til að skora en Írarnir fengu svo sannarlega sín færi líka. Þeir áttu bæði skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björguðu einu sinni á línu. Allt kom þó fyrir ekki og ÍBV fagnaði góðum 1-0 sigri. Fyrri hálfleikur var nú ekki upp á marga fiska. Það er kannski eðlilegt að liðin taki sér nokkrar mínútur til að átta sig á andstæðingnum en eftir því sem leið á hálfleikinn var ljóst að hvorugt liðið gerði nokkuð til að taka leikinn í sínar hendur. Eyjamenn áttu reyndar tvö ágæt færi í upphafi leiksins en meira var það ekki. Írarnir fengu eitt þokkalegt hálffæri en skot Daryl Kavanagh, besta manni St. Pat's í leiknum, var fram hjá. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að breyta til í sínu liði í hálfleik og skipti yfir í 4-4-2. Setti hann fyrirliðann Andra Ólafsson niður á miðjuna þar sem hann fékk að vera meira í boltanum. Það var ekki lengi að bera árangur því strax á 50. mínútu, stuttu eftir að Írarnir voru næstum búnir að skora fyrsta mark leiksins, fengu Eyjamenn víti. Gary Rogers, markörður St. Pat's, var of seinn til að ná í boltann og braut þess í stað á Tryggva Guðmundssyni. Andri fyrirliði fór á punktinn, alveg eins og gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni á föstudaginn, og skoraði af miklu öryggi. Stuttu síðar voru Eyjamenn nálægt því að komast í 2-0 í tvígang. Fyrst átti Denis Sytnik skot að marki og svo Tony Mawejje en í bæði skiptin varði Rogers glæsilega frá þeim. En þá kom kafli þar sem að Eyjamenn voru stálheppnir að fá ekki mark á sig. Kavanagh átti til að mynda skalla í slá eftir hornspyrnu og hinn þéttvaxni Danny North komst í ágætt skotfæri sem hann nýtti sér ekki. Írarnir sóttu nokkuð stíft á lokamínútunum en tókst þrátt fyrir allt ekki að koma boltanum í markið. Varamaðurinn Anthony Murphy komst nálægt því með skalla eftir hornspyrnu en Tony Mawejje bjargaði á marklínu. 1-0 sigur staðreynd en forystan er ekki mjög mikil fyrir seinni leikinn sem fer fram á Írlandi í næstu viku. Engu að síður var jákvætt fyrir ÍBV að halda hreinu og útivallarmark fer langt með að tryggja liðinu sæti í næstu umferð. Eyjamenn verða þó líklega að spila betur en þeir gerðu í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir áttu fínt korter í upphafi seinni hálfleiks en bökkuðu allt of mikið síðasta hálftímann. Þeir eiga mikið inni eftir þennan leik enda geta leikmenn ÍBV spilað miklu betur en þeir sýndu í dag.Dómari: Michael Svendsen, Danmörku.Skot (á mark): 10-13 (6-4)Varin skot: Albert 2 - Rogers 5Horn: 8-4Aukaspyrnur fengnar: 8-14Rangstöður: 0-1
Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira