Rory McIlroy:Það verður örugglega skálað í mörgum Guinnes 20. júní 2011 09:30 Rory McIlroy, sem sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær, er næst yngsti sigurvegari stórmóts frá upphafi en hann er 22 ára gamall. Norður-Írinn lék frábært golf alla fjóra keppnisdagana og sigraði með 8 högga mun á -16. AFP Rory McIlroy, sem sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær, er næst yngsti sigurvegari stórmóts frá upphafi en hann er 22 ára gamall. Norður-Írinn lék frábært golf alla fjóra keppnisdagana og sigraði með 8 högga mun á -16. McIlroy þakkaði foreldrum sínum fyrir stuðningin í ræðu sem hann hélt á verðlaunaafhendingunni á Congressional í gær en það eru aðeins 70 frá því hann klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu með eftirminnilegum hætti. „Þessi vika hefur verið ótrúleg. Ég hefði ekki getað beðið um meira og það veitir mér mikla gleði að halda á þessum verðlaungrip. Það er sérstakt að kylfingar frá lítilli þjóð vinni þetta mót tvö ár í röð og eins og Graeme McDowell sagði í fyrra þá verður örugglega skálað í mörgum Guinness á Norður-Írlandi,“ sagði McIlroy en landi hans McDowell sigraði á þessu móti fyrir ári. „Ég veit að vinir mínir munu halda veislu og ég get varla beðið eftir því að komast til þeirra og taka þátt í því,“ bætti hann við. McIlroy rifjaði upp þá reynslu sem hann öðlaðist á lokadeginum á Mastersmótinu í apríl þar sem hann lék af sér á lokadeginum eftir að hafa verið með fjögurra högga forskot. „Ég lærði margt af lokadeginum á Augusta. Ég vissi hvað ég þurfti að gera til þess að sigra, ég veit meira um sjálfan mig og golfið sem ég spila. Æfingarnar undanfarnar vikur skiluðu sér og ég lagði áherslu á aðra hluti en áður,“ sagði McIlroy. Gerry McIlroy, faðir hans, var einn af þeim fyrstu sem fagnaði sigrinum með syni sínum og þegar þeir hittust við 18. flötina. „Til hamingju með feðradaginn, þessi er fyrir þig,“ sagði Rory við pabba sinn á verðlaunaafhendingunni og hann þakkaði móður sinni einnig fyrir aðstoðina í gegnum tíðina. „Ég get ekki gleymt að minnast á móður mína sem er heima að horfa á mig núna. Ég get ekki þakkað þeim nægjanlega fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig,“ sagði McIlroy sem setti mörg mótsmet. Lægsta skor eftir 36 holur: 131 högg Lægsta skor eftir 54 holur: 199 högg Mesta forskot eftir 36 holur: 6 högg Fljótastur að ná -10: Eftir 26 holur Fljótastur að ná -11: Eftir 32 holur Fljótastur að ná -12: Eftir 34 holur Fljótastur að ná -13: Eftir 35 holur Fljótastur að ná -14: Eftir 50 holur Fljótastur að ná -15: Eftir 55 holur Fljótastur að ná -16: Eftir 58 holur Fljótastur að ná -17: Eftir 64 holur Lægsta skor frá upphafi á 72 holum: 268 högg (-16) Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy, sem sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær, er næst yngsti sigurvegari stórmóts frá upphafi en hann er 22 ára gamall. Norður-Írinn lék frábært golf alla fjóra keppnisdagana og sigraði með 8 högga mun á -16. McIlroy þakkaði foreldrum sínum fyrir stuðningin í ræðu sem hann hélt á verðlaunaafhendingunni á Congressional í gær en það eru aðeins 70 frá því hann klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu með eftirminnilegum hætti. „Þessi vika hefur verið ótrúleg. Ég hefði ekki getað beðið um meira og það veitir mér mikla gleði að halda á þessum verðlaungrip. Það er sérstakt að kylfingar frá lítilli þjóð vinni þetta mót tvö ár í röð og eins og Graeme McDowell sagði í fyrra þá verður örugglega skálað í mörgum Guinness á Norður-Írlandi,“ sagði McIlroy en landi hans McDowell sigraði á þessu móti fyrir ári. „Ég veit að vinir mínir munu halda veislu og ég get varla beðið eftir því að komast til þeirra og taka þátt í því,“ bætti hann við. McIlroy rifjaði upp þá reynslu sem hann öðlaðist á lokadeginum á Mastersmótinu í apríl þar sem hann lék af sér á lokadeginum eftir að hafa verið með fjögurra högga forskot. „Ég lærði margt af lokadeginum á Augusta. Ég vissi hvað ég þurfti að gera til þess að sigra, ég veit meira um sjálfan mig og golfið sem ég spila. Æfingarnar undanfarnar vikur skiluðu sér og ég lagði áherslu á aðra hluti en áður,“ sagði McIlroy. Gerry McIlroy, faðir hans, var einn af þeim fyrstu sem fagnaði sigrinum með syni sínum og þegar þeir hittust við 18. flötina. „Til hamingju með feðradaginn, þessi er fyrir þig,“ sagði Rory við pabba sinn á verðlaunaafhendingunni og hann þakkaði móður sinni einnig fyrir aðstoðina í gegnum tíðina. „Ég get ekki gleymt að minnast á móður mína sem er heima að horfa á mig núna. Ég get ekki þakkað þeim nægjanlega fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig,“ sagði McIlroy sem setti mörg mótsmet. Lægsta skor eftir 36 holur: 131 högg Lægsta skor eftir 54 holur: 199 högg Mesta forskot eftir 36 holur: 6 högg Fljótastur að ná -10: Eftir 26 holur Fljótastur að ná -11: Eftir 32 holur Fljótastur að ná -12: Eftir 34 holur Fljótastur að ná -13: Eftir 35 holur Fljótastur að ná -14: Eftir 50 holur Fljótastur að ná -15: Eftir 55 holur Fljótastur að ná -16: Eftir 58 holur Fljótastur að ná -17: Eftir 64 holur Lægsta skor frá upphafi á 72 holum: 268 högg (-16)
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira