Viðskipti erlent

Viðamikil skattaundanskot Dana koma upp úr kafinu

Dönsk skattayfirvöld hafa komist á sporið um viðamikil skattaundanskot Dana sem geyma fé sitt á reikningum víða um heiminn en hafa aldrei borgað lögboðinn skatt af því.

Skatturinn hóf aðgerð sem kallast Money Transfer upp úr síðustu áramótum og hefur síðan farið í gegnum peningatilfærslur til og frá Danmörku sem nema um 7.000 milljörðum danskra króna.

Samkvæmt frétt í blaðinu börsen er talið að skattaundanskotin nemi um 4 milljörðum danskra kr. eða nær 90 milljörðum króna. Skatturinn reiknar með að fimm til tíu þúsund mál komi út úr aðgerðinni Money Transfer og eru fyrstu sakamálin þegar hafin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×