Tölvuþrjótar ráðast á heimasíðu EVE Online 14. júní 2011 17:51 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS. Leikjavísir Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS.
Leikjavísir Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira