Tölvuþrjótar ráðast á heimasíðu EVE Online 14. júní 2011 17:51 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS. Leikjavísir Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS.
Leikjavísir Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið