Tölvuþrjótar ráðast á heimasíðu EVE Online 14. júní 2011 17:51 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS. Leikjavísir Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS.
Leikjavísir Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira