McIlroy byrjaði með látum á US open 16. júní 2011 23:15 Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. McIlroy var líklegur til afreka á Mastersmótinu á Augusta í apríl allt þar til hann glutraði niður góðu forskoti á lokadeginum með því að leika á 80 höggum. McIlroy virðist vera búinn að hrista það af sér en hann er í ráshóp með Phil Mickelson sem hélt upp á 41. afmælisdaginn en mátti sætta sig við að vera í skugganum af McIlroy. Þrír efstu kylfingar heimslistans, þeir Luke Donald, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjinn Martin Kaymer, léku samtals á 10 höggum yfir pari í dag. Donaldo og Kaymer léku á 74 höggum en Westwood lék á 75 eða fjórum höggum yfir pari. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, hefur titil að verja, en hann lék á 70 höggum eða -1. Y.E Yang frá Kóreu er annar á -3 líkt og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í apríl. Þar á eftir kemur landi hans Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra, Ryan Palmer frá Bandaríkjunum, Alexander Rocha frá Brasilíu, Scott Hend frá Ástralíu, Kyung-tae Kim frá Suður Kóreu og Sergio Garcia frá Spáni. Þeir eru allir á -2 en Garcia komst inn á mótið með því að taka þátt í forkeppni. Á fyrsta keppnisdeg á stórmóti sem þessu er alltaf áhugavert að skoða þá sem eru neðarlega eftir fyrsta keppnisdaginn og má þar nafna Robert Karlsson frá Svíþjóð sem lék á +8, Miquel A. Jimenez frá Spáni +6 og K.J. Choi Suður-Kórea +6. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. McIlroy var líklegur til afreka á Mastersmótinu á Augusta í apríl allt þar til hann glutraði niður góðu forskoti á lokadeginum með því að leika á 80 höggum. McIlroy virðist vera búinn að hrista það af sér en hann er í ráshóp með Phil Mickelson sem hélt upp á 41. afmælisdaginn en mátti sætta sig við að vera í skugganum af McIlroy. Þrír efstu kylfingar heimslistans, þeir Luke Donald, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjinn Martin Kaymer, léku samtals á 10 höggum yfir pari í dag. Donaldo og Kaymer léku á 74 höggum en Westwood lék á 75 eða fjórum höggum yfir pari. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, hefur titil að verja, en hann lék á 70 höggum eða -1. Y.E Yang frá Kóreu er annar á -3 líkt og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í apríl. Þar á eftir kemur landi hans Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra, Ryan Palmer frá Bandaríkjunum, Alexander Rocha frá Brasilíu, Scott Hend frá Ástralíu, Kyung-tae Kim frá Suður Kóreu og Sergio Garcia frá Spáni. Þeir eru allir á -2 en Garcia komst inn á mótið með því að taka þátt í forkeppni. Á fyrsta keppnisdeg á stórmóti sem þessu er alltaf áhugavert að skoða þá sem eru neðarlega eftir fyrsta keppnisdaginn og má þar nafna Robert Karlsson frá Svíþjóð sem lék á +8, Miquel A. Jimenez frá Spáni +6 og K.J. Choi Suður-Kórea +6.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira