Vettel vann spennandi mót á Spáni 22. maí 2011 15:30 Sebastian Vettel fagnar sigri á Katalóníu brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji. Mark Webber var fremstur á ráslínu í dag á Red Bull, en heimaðurinn Fernando Alonso sá við öllum fremstu mönnum og komst í fyrsta sætið eftir frábæra byrjun í rásmarkinu. En hann náði ekki að halda góða byrjun út kepppnina, en leiddi hana þó fram að tuttugasta hring. Þá náði Hamilton forystunni þegar Alonso tók þjónustuhlé. Hamilton var í forystu í mótinu á undan Vettel, en þegar Hamilton fór í sitt annað þjónustuhlé í 24 hring náði Vettel forystunni. Báðir höfðu þá lokið við að taka tvö þjónustuhlé. Þeir tóku síðan tvö þjónustuhlé til viðbótar en staðan á milli þeirra breyttist ekki hvað sæti varðar. Undir lokin sótti Hamilton oft stíft að Vettel, sem náði þó að halda fengnum hlut til loka mótsins. Þeir Vettel og Hamilton voru í sérflokki í mótinu þegar uppi var staðið og Vettel er nú kominn með 118 stig í keppni ökumanna, en Hamilton er með 77. Tímarir og staðan frá autosport.com Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:39:03.301 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 0.630 3. Button McLaren-Mercedes + 35.697 4. Webber Red Bull-Renault + 47.966 5. Alonso Ferrari + 1 hringur 6. Schumacher Mercedes + 1 hringur 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Heidfeld Renault + 1 hringur 9. Perez Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur Staðan í stigamótinu 1. Vettel 118 1. Red Bull-Renault 185 2. Hamilton 77 2. McLaren-Mercedes 138 3. Webber 67 3. Ferrari 75 4. Button 61 4. Renault 46 5. Alonso 51 5. Mercedes 40 6. Rosberg 26 6. Sauber-Ferrari 11 7. Heidfeld 25 7. Toro Rosso-Ferrari 6 8. Massa 24 8. Force India-Mercedes 4 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji. Mark Webber var fremstur á ráslínu í dag á Red Bull, en heimaðurinn Fernando Alonso sá við öllum fremstu mönnum og komst í fyrsta sætið eftir frábæra byrjun í rásmarkinu. En hann náði ekki að halda góða byrjun út kepppnina, en leiddi hana þó fram að tuttugasta hring. Þá náði Hamilton forystunni þegar Alonso tók þjónustuhlé. Hamilton var í forystu í mótinu á undan Vettel, en þegar Hamilton fór í sitt annað þjónustuhlé í 24 hring náði Vettel forystunni. Báðir höfðu þá lokið við að taka tvö þjónustuhlé. Þeir tóku síðan tvö þjónustuhlé til viðbótar en staðan á milli þeirra breyttist ekki hvað sæti varðar. Undir lokin sótti Hamilton oft stíft að Vettel, sem náði þó að halda fengnum hlut til loka mótsins. Þeir Vettel og Hamilton voru í sérflokki í mótinu þegar uppi var staðið og Vettel er nú kominn með 118 stig í keppni ökumanna, en Hamilton er með 77. Tímarir og staðan frá autosport.com Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:39:03.301 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 0.630 3. Button McLaren-Mercedes + 35.697 4. Webber Red Bull-Renault + 47.966 5. Alonso Ferrari + 1 hringur 6. Schumacher Mercedes + 1 hringur 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Heidfeld Renault + 1 hringur 9. Perez Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur Staðan í stigamótinu 1. Vettel 118 1. Red Bull-Renault 185 2. Hamilton 77 2. McLaren-Mercedes 138 3. Webber 67 3. Ferrari 75 4. Button 61 4. Renault 46 5. Alonso 51 5. Mercedes 40 6. Rosberg 26 6. Sauber-Ferrari 11 7. Heidfeld 25 7. Toro Rosso-Ferrari 6 8. Massa 24 8. Force India-Mercedes 4
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira