Magnús Tumi: Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið 22. maí 2011 19:10 Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór í könnunarflug ásamt fleiri vísindamönnum í dag. Hann segir kraftinn hafa ívið dvínað. „En það er samt verulega mikill. Varðandi magnið má reikna með því að þegar mest var hafi 10-20 þúsund tonn af gosefni verið að koma upp um gosopið," segir Magnús. Nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst tók aska að falla í byggð við sunnanverðan Vatnajökul, um fimmtíu kílómetrum frá gosstöðvunum. Mikið öskufall hefur verið frá gosinu og Vatnajökull öskugrár. Í gærkvöldi var einna mesta öskufallið kringum Kirkjubæjarklaustur. Engin eldstöð á Íslandi gýs jafn oft og Grímsvötn sem eru í vestanverðum Vatnajökli. Eldstöðin liggur undir jökli og samanstendur af þremur öskjum en meginaskjan sést úr lofti og er um 20 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má nefna að Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar, meginaskja Grímsvatna er því 10 sinnum stærri. Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í Grímsvötnum síðustu 800 ár, en annað eins gos hefur þó ekki sést hjá núlifandi mönnum. Um framhaldið segir Magnús Tumi: „Það má reikna með því að á fjórða degi fari verulega að draga úr gosinu miðað við fyrri eldgos." Næstu dagar eru því óljósir. Helstu fréttir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór í könnunarflug ásamt fleiri vísindamönnum í dag. Hann segir kraftinn hafa ívið dvínað. „En það er samt verulega mikill. Varðandi magnið má reikna með því að þegar mest var hafi 10-20 þúsund tonn af gosefni verið að koma upp um gosopið," segir Magnús. Nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst tók aska að falla í byggð við sunnanverðan Vatnajökul, um fimmtíu kílómetrum frá gosstöðvunum. Mikið öskufall hefur verið frá gosinu og Vatnajökull öskugrár. Í gærkvöldi var einna mesta öskufallið kringum Kirkjubæjarklaustur. Engin eldstöð á Íslandi gýs jafn oft og Grímsvötn sem eru í vestanverðum Vatnajökli. Eldstöðin liggur undir jökli og samanstendur af þremur öskjum en meginaskjan sést úr lofti og er um 20 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má nefna að Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar, meginaskja Grímsvatna er því 10 sinnum stærri. Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í Grímsvötnum síðustu 800 ár, en annað eins gos hefur þó ekki sést hjá núlifandi mönnum. Um framhaldið segir Magnús Tumi: „Það má reikna með því að á fjórða degi fari verulega að draga úr gosinu miðað við fyrri eldgos." Næstu dagar eru því óljósir.
Helstu fréttir Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira