Fótbolti

Eyjólfur skoraði fyrir SönderjyskE

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson skoraði síðara mark SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Álaborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eyjólfur kom sínum mönnum í 2-0 á 35. mínútu en Álaborg minnkaði muninn þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn í liði SönderjyskE, rétt eins og Eyjólfur.

Hvorki Rúrik Gíslason, OB, né Sölvi Geir Öttesen, FC Kaupmannahöfn, voru með þegar að liðin áttust við í kvöld. OB vann leikinn, 3-0, en FCK var fyrir nokkru búið að tryggja sér danska meistaratitilinn.

OB er í öðru sæti deildarinnar en SönderjyskE í því sjötta en þetta var næstsíðasta umferð tímabilsins.

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í Norrköping töpuðu á heimavelli fyrir Örebro, 2-0. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Norrköping en var tekinn af velli á 89. mínútu.

Þá tapaði AIK fyrir Kalmar, 1-0, á útivelli. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði AIK sem er í áttunda sæti deildarinnar. Norrköping er í því tíunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×