Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2011 11:30 Kylfingar votta hér Ballesteros virðingu sína. Mynd. / Getty Images Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína. Golf Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína.
Golf Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira