Íslands- og bikarmeistarar Vals eru meistarar meistaranna í kvennafótboltanum eftir 3-1 sigur á Þór/KA í Meistarakeppni kvenna í Kórnum í dag. Valskonur voru manni færri síðasta hálftímann í leiknum.
Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir komu Val ígóða stöðu með því að skora báðar á síðustu sex mínútum fyrri háleiks, Rakel á 39. mínútu og Kristín Ýr á þeirri 44. Bakvörðurinn Thelma Björk Einarsdóttir var síðan rekinn útaf á 59. mínútu eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með átta mínútna millibili.
Hin sextán ára gamla Heiða Ragney Viðarsdóttir minnkaði muninn fyrir Þór/KA á 84.mínútu en nær komust norðanstúlkur ekki og Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði þriðja mark Vals úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Valskonur meistarar meistaranna fimmta árið í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti