Fótbolti

Rúrik og félagar töpuðu óvænt á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason Mynd/Valli
Rúrik Gíslason og félagar í OB Odense töpuðu óvænt á heimavelli í dag á móti FC Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. OB er áfram í 2.sæti þremur stigum á eftir FC Midtjylland sem vann 1-0 sigur á AC Horsens.

Rúrik lék allan leikinn með OB sem komst í 1-0 með marki Peter Utaka eftir sjö mínútna leik. Matti Lund Nielsen jafnaði fyrir Nordsjælland á 33. mínútu og fimm mínútum fyrir hálfleik lagði Rúrik upp dauðafæri fyrir Utaka sem lét markvörðinn verja frá sér.

Umræddur Matti Lund Nielsen tryggði síðan Nordsjælland sigurinn á 57. mínútu leiksins en liðið komst upp úr fallsæti með þessum sigri. Rúrik fékk gult spjald undir lok leiksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×