Fótbolti

Norrköping á toppinn í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Daníel
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn fyrir Norrköping sem vann 3-1 útisigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

GAIS náði 1-1 jafntefli við Mjällby á útivelli en Hallgrímur Jónasson var á meðal varamanna GAIS í leiknum.

Norrköping komst með sigrinum á topp sænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með tólf stig, rétt eins og Malmö og Helsingborg.

Arnór Smárason lék fyrstu 67 mínúturnar er lið hans, Esbjerg, tapaði fyrir Midtjylland á heimavelli, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Esbjerg er fyrir vikið enn í botnsæti deildarinnar með 25 stig en Midtjylland er í öðru sæti deildarinnar. FC Kaupmannahöfn er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn enda með 26 stiga forystu á næsta lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×