Fótbolti

Malmö vann Íslendingaslaginn og fór á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir, til vinstri, í leik með íslenska landsliðinu.
Sara Björk Gunnarsdóttir, til vinstri, í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Fimm íslenskir leikmenn voru inn á vellinum þegar að Malmö vann 1-0 sigur á Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag.

Eina mark leiksins kom á 61. mínútu og var þar sóknarmaðurinn Maon Melis að verki.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir léku allan leikinn fyrir Malmö en hjá Kristianstad voru þær Sif Atladóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir í byrjunarliðinu.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem er í þriðja sæti deildarinnar með sex stig en liðið vann fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu.

Svíþjóðarmeistarar Malmö eru enn taplausir og fóru á toppinn með sigrinum. Liðið er með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×