Dollarinn heldur áfram að veikjast 29. apríl 2011 11:39 Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira