Gyrðir: Frelsið mikilvægast listamönnum Símon Örn Birgisson skrifar 12. apríl 2011 20:15 Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.En hvað er það við bókina Milli trjánna sem hlýtur bókmenntaverðlaunin í ár? „Ég geri mér varla grein fyrir því. Finnst hún ekki frábrugðin öðrum smásagnasöfnum mínum eða öðrum bókum þannig. Það er í raun erfitt fyrir mig að segja til um það."Komu verðlaunin þér á óvart? „Já, já. Ég segi það bara eins og það," segir Gyrðir sem hafði ekki fyrir því að fara út í dag þegar tilkynnt var um verðlaunahafann. "Ég var bara að hugsa um allt aðra hluti og búinn að afskrifa þetta alveg."Hverjar eru skoðanir þínar á verðlaunum í listum? „Ég held nú að höfundar hafi tvíbentar skoðanir á svona verðlaunum. Þau hafa plúsa og mínusa. Þau koma sér vel og allt það. En svo getur þetta líka tekið tíma frá því að skrifa. Ég allavega vona að þetta muni ekki breyta mikið daglegri rútínu minni þegar fram líða stundir," segir Gyrðir. Gyrðir segir sinn helsta gagnrýnanda vera hann sjálfur. „Fyrst og síðast er það maður sjálfur sem tekur ákvörðun um hvað fer frá manni. En ég hef alltaf haft fullt frelsi frá mínum útgefendum um hvað ég vinn og tek mér fyrir hendur og hvernig ég skrifa."Heldurðu að rithöfundar í dag hafi nægilegt frelsi? „Það hefur verið erfitt fjárhagslega fyrir menn að helga sig listum á Íslandi. Og það verður sífellt erfiðara. Maður veit varla hvernig framhaldið verður á slíku ef ástandið heldur áfram að vera eins og það er í dag. En það er mjög mikilvægt að það sé hópur manna á landinu sem hefur tækifæri til að sinna list sinni og ég held að menn myndu sakna þess ef allar listir dyttu út þá myndu menn sjá hvers þeir hafa misst við." Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.En hvað er það við bókina Milli trjánna sem hlýtur bókmenntaverðlaunin í ár? „Ég geri mér varla grein fyrir því. Finnst hún ekki frábrugðin öðrum smásagnasöfnum mínum eða öðrum bókum þannig. Það er í raun erfitt fyrir mig að segja til um það."Komu verðlaunin þér á óvart? „Já, já. Ég segi það bara eins og það," segir Gyrðir sem hafði ekki fyrir því að fara út í dag þegar tilkynnt var um verðlaunahafann. "Ég var bara að hugsa um allt aðra hluti og búinn að afskrifa þetta alveg."Hverjar eru skoðanir þínar á verðlaunum í listum? „Ég held nú að höfundar hafi tvíbentar skoðanir á svona verðlaunum. Þau hafa plúsa og mínusa. Þau koma sér vel og allt það. En svo getur þetta líka tekið tíma frá því að skrifa. Ég allavega vona að þetta muni ekki breyta mikið daglegri rútínu minni þegar fram líða stundir," segir Gyrðir. Gyrðir segir sinn helsta gagnrýnanda vera hann sjálfur. „Fyrst og síðast er það maður sjálfur sem tekur ákvörðun um hvað fer frá manni. En ég hef alltaf haft fullt frelsi frá mínum útgefendum um hvað ég vinn og tek mér fyrir hendur og hvernig ég skrifa."Heldurðu að rithöfundar í dag hafi nægilegt frelsi? „Það hefur verið erfitt fjárhagslega fyrir menn að helga sig listum á Íslandi. Og það verður sífellt erfiðara. Maður veit varla hvernig framhaldið verður á slíku ef ástandið heldur áfram að vera eins og það er í dag. En það er mjög mikilvægt að það sé hópur manna á landinu sem hefur tækifæri til að sinna list sinni og ég held að menn myndu sakna þess ef allar listir dyttu út þá myndu menn sjá hvers þeir hafa misst við."
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira