Westwood púttar á teppinu heima fyrir Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 22:15 Lee Westwood er næstbesti kylfingur heims. Nordic Photos/Getty Images Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. „Ég hef verið að pútta á teppinu heima því púttin er hvergi hraðari en á Augusta vellinum. Púttstrokan er að verða betri. Sjálfstraustið er mikið,“ segir Westwood sem er næstbesti kylfingur heims um þessar mundir, á eftir Þjóðverjanum Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum. Masters mótið er fyrsta risamót ársins og varð Westwood í öðru sæti í mótinu á síðast ári á eftir Phil Mickelson. Westwood hefur aldrei unnið risamót á ferlinum og er orðinn langeygur eftir fyrsta sigrinum. Hann hefur verið í topp-3 í fjórum af síðustu fimm risamótum og þykir líklegur til afreka í Masters mótinu. Westwood náði einnig efsta sætinu á heimslistanum síðasta haust og einbeitir sér nú að því að ná fyrsta risasigrinum. „Ég hlakka til að keppa í risamótunum. Ég hef verið meira í baráttunni í undanförnum risamótum og veit hvað til þarf. Ég er búinn að vera sá besti og nú á ég bara eftir að vinna risamót.“ Allir fjórir keppnisdagarnir á Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Golf Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Enski kylfingurinn Lee Westwood æfir sig nú að kappi fyrir Masters mótið í golfi sem hefst næsta fimmtudag. Undirbúningur hans fyrir mótið felst meðal annars í því að pútta á teppi til fá tilfinningu fyrir þeim mikla hraða sem er á flötunum á Augusta National vellinum í Georgíu-fylki, Bandaríkjunum. „Ég hef verið að pútta á teppinu heima því púttin er hvergi hraðari en á Augusta vellinum. Púttstrokan er að verða betri. Sjálfstraustið er mikið,“ segir Westwood sem er næstbesti kylfingur heims um þessar mundir, á eftir Þjóðverjanum Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum. Masters mótið er fyrsta risamót ársins og varð Westwood í öðru sæti í mótinu á síðast ári á eftir Phil Mickelson. Westwood hefur aldrei unnið risamót á ferlinum og er orðinn langeygur eftir fyrsta sigrinum. Hann hefur verið í topp-3 í fjórum af síðustu fimm risamótum og þykir líklegur til afreka í Masters mótinu. Westwood náði einnig efsta sætinu á heimslistanum síðasta haust og einbeitir sér nú að því að ná fyrsta risasigrinum. „Ég hlakka til að keppa í risamótunum. Ég hef verið meira í baráttunni í undanförnum risamótum og veit hvað til þarf. Ég er búinn að vera sá besti og nú á ég bara eftir að vinna risamót.“ Allir fjórir keppnisdagarnir á Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.
Golf Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira