Masters: Sagan segir að Luke Donald eigi ekki möguleika Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. apríl 2011 10:45 Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. AP Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. Donald, sem hefur aldrei sigrað á einu af fjórum risamótum ársins, stóð uppi sem sigurvegari á par 3 holu mótinu sem ávallt er haldið degi áður en Mastersmótið hefst. Sagan er ekki með Donald þar sem að það hefur aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 holu mótinu hafi klætt sig í græna sigurjakkann við verðlaunaafhendinguna á lokadeginum á Augusta. Keppendur eru ekki mikið að stressa sig yfir þessu par 3 holu móti þar sem að börn þeirra og jafnvel foreldrar eru kylfuberar. Donald, sem er í fjórða sæti heimslistans, lék holurnar 9 á 5 höggum undir pari eða 22 höggum. Jafnir í öðru sæti var sigurvegari Mastersmótsins árið 2009, Angel Cabrera frá Argentínu, og Raymond Floyd sem sigraði á Mastersmótinu árið 1976. Donald var ánægður með sigurinn og virðist hann vera í góðu standi fyrir mótið. „Það er alltaf góð tilfinning að slá boltann nálægt holu með fleygjárnunum. Ég gerði það í dag og á þessum velli eru mörg högg mjög lík þeim sem við þurfum að slá úti á Augusta vellinum," sagði Donald en besti árangur hans á Mastersmótinu er 3. sætið árið 2005. Þetta var í 51. sinn sem mótið fer fram en Sam Snead var sá fyrsti sem vann mótið árið 1960. Eins og áður segir hefur það aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 mótinu hafi staðið uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu líka. Floyd hefur komist næst því en hann tapaði í bráðabana árið 1990 gegn Nick Faldo en Floyd sigraði á par 3 holu mótinu það sama ár. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á par 3 holu mótinu í fyrra en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu 2010. Oosthuizen gerði aðeins betur á Opna breska meistaramótinu á St. Andrews í fyrra þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald þarf að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins í golfi ef hann ætlar sér að sigra á fyrsta stórmóti ársins. Donald, sem hefur aldrei sigrað á einu af fjórum risamótum ársins, stóð uppi sem sigurvegari á par 3 holu mótinu sem ávallt er haldið degi áður en Mastersmótið hefst. Sagan er ekki með Donald þar sem að það hefur aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 holu mótinu hafi klætt sig í græna sigurjakkann við verðlaunaafhendinguna á lokadeginum á Augusta. Keppendur eru ekki mikið að stressa sig yfir þessu par 3 holu móti þar sem að börn þeirra og jafnvel foreldrar eru kylfuberar. Donald, sem er í fjórða sæti heimslistans, lék holurnar 9 á 5 höggum undir pari eða 22 höggum. Jafnir í öðru sæti var sigurvegari Mastersmótsins árið 2009, Angel Cabrera frá Argentínu, og Raymond Floyd sem sigraði á Mastersmótinu árið 1976. Donald var ánægður með sigurinn og virðist hann vera í góðu standi fyrir mótið. „Það er alltaf góð tilfinning að slá boltann nálægt holu með fleygjárnunum. Ég gerði það í dag og á þessum velli eru mörg högg mjög lík þeim sem við þurfum að slá úti á Augusta vellinum," sagði Donald en besti árangur hans á Mastersmótinu er 3. sætið árið 2005. Þetta var í 51. sinn sem mótið fer fram en Sam Snead var sá fyrsti sem vann mótið árið 1960. Eins og áður segir hefur það aldrei gerst að sigurvegarinn á par 3 mótinu hafi staðið uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu líka. Floyd hefur komist næst því en hann tapaði í bráðabana árið 1990 gegn Nick Faldo en Floyd sigraði á par 3 holu mótinu það sama ár. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á par 3 holu mótinu í fyrra en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu 2010. Oosthuizen gerði aðeins betur á Opna breska meistaramótinu á St. Andrews í fyrra þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari.
Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira