Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. apríl 2011 01:00 Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. AP Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. McIlroy gerði engin mistök og fékk hann sjö fugla á hringnum. Quiros gerði enn betur og fékk 8 fugla og einn skolla. Woods fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla, en hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Mickelson fékk þrjá fugla á fyrstu 15 holunum en hann fékk skolla á þeirri 18. Englendingurinn Lee Westwood sem er annar á heimslistanum er á pari vallar eða 72 höggum en Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum er eflaust að huga að heimferð á morgun því hann lék afar illa á fyrsta hringnum eða 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Svíinn Henrik Stenson er neðstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari vallar. Írinn Padraig Harrington er í tómu tjóni þessa dagana en hann lék á 77 höggum eða +5. Gamla brýnið Tom Watson verður ekki í baráttunni um sigurinn líkt og á Opna breska meistaramótinu árið 2009 en hann lék á 79 höggum. Englendingurinn Luke Donald sem sigraði á par 3 holu mótinu er ekki líklegur til þess að rjúfa hefðina og sigra á báðum mótunum – par 3 holu mótinu og Mastersmótinu. Það hefur aldrei gerst og Donald er 7 höggum á eftir efstu mönnum eftir að hafa leikið á pari á fyrsta hringnum. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. McIlroy gerði engin mistök og fékk hann sjö fugla á hringnum. Quiros gerði enn betur og fékk 8 fugla og einn skolla. Woods fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla, en hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Mickelson fékk þrjá fugla á fyrstu 15 holunum en hann fékk skolla á þeirri 18. Englendingurinn Lee Westwood sem er annar á heimslistanum er á pari vallar eða 72 höggum en Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum er eflaust að huga að heimferð á morgun því hann lék afar illa á fyrsta hringnum eða 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Svíinn Henrik Stenson er neðstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari vallar. Írinn Padraig Harrington er í tómu tjóni þessa dagana en hann lék á 77 höggum eða +5. Gamla brýnið Tom Watson verður ekki í baráttunni um sigurinn líkt og á Opna breska meistaramótinu árið 2009 en hann lék á 79 höggum. Englendingurinn Luke Donald sem sigraði á par 3 holu mótinu er ekki líklegur til þess að rjúfa hefðina og sigra á báðum mótunum – par 3 holu mótinu og Mastersmótinu. Það hefur aldrei gerst og Donald er 7 höggum á eftir efstu mönnum eftir að hafa leikið á pari á fyrsta hringnum.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira