Viðskipti erlent

Danskir lífeyrissjóðir kaupa vind fyrir 120 milljarða

Tveir danskir lífeyrissjóðir hafa keypt helminginn vindmyllugarðinum Anholt Havmöllepark af DONG Energy, hinu opinbera orkufyrirtæki Dana. Verðið er 6 milljarðar danskra kr. eða rúmlega 120 milljarðar kr. Um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingu danskra lífeyrissjóða hingað til.

Sjóðirnir sem hér um ræðir eru PensionDanmark og PKA. Í frétt um málið á business.dk segir að PensionDanmark kaupir 30% og PKA 20%. Um er að ræða samning til næstu 15 ára en frá og með árinu 2014 munu þessir sjóðir bera ábyrgð á, og fá tekjur af, Anholt Havmöllepark í hlutdeild við eign sína.

DONG Energy fékk Anholt Havmöllepark úthlutað í fyrra og reiknað er með að hann skili um 400 MW orku þegar hann verður fullbyggður á næstu árum en bygging hans er á vegum Siemens Wind Power.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×