Þjálfarar Tiger Woods rífast eins og smábörn í gegnum fjölmiðla Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. mars 2011 10:30 AP Tiger Woods er að venju helsta fréttaefnið í golfíþróttinni og nú hafa þjálfarar hans tekið við keflinu og rífast þeir nú í fjölmiðlum þar sem deiluefnið er hvor þeirra beri ábyrgð á afleitu gengi bandaríska kylfingsins. Woods náði aðeins að leika 12 holur á fyrsta keppnisdegi heimsmótsins sem fram fer í Miami en stormur setti keppnishaldið úr skorðum þar sem að 17 tré gáfu sig í óveðrinu og tveir sjónvarpsturnar brotnuðu við 18. flötina. Sean Foley, sem nýverið tók við sem þjálfari Tiger Woods, hefur sent Hank Haney fyrrum þjálfara Woods kaldar kveðjur í ýmsum viðtölum að undanförnu. Foley segir að Haney hafi í raun ekki gert neitt af viti á meðan hann var þjálfari Woods en Haney sagði sjálfur upp störfum fyrir 10 mánuðum. Foley sagði m.a. í viðtali að þær áherslur sem Haney hafi lagt upp með í golfsveiflu Woods séu óskiljanlegar. Foley hefur ekki náð að koma Woods á beinu brautina eftir að hann tók við sem þjálfari stórstjörnunnar og hann er kokhraustur þrátt fyrir það. Haney hefur svarað Foley fullum hálsi og telur hann að kylfingar hefðu meira gagn að því að fara í golfkennslu hjá Axel Foley – sem er persónan sem Eddie Murphy lék með eftirminnilegum hætti í kvikmyndunum Beverly Hills Cop. Haney er einnig á þeirri skoðun að Mick Foley, sem er þekktur kraftajötun og glímumaður í Bandaríkjunum gæti kennt mönnum meira í golfi en Sean Foley. Woods hefur ekki náð sér á strik á þessu ári þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann ætli sér að komast í fremstu röð á ný. Meðalmennskan hefur einkennt leik hans og í gær var engin breyting þar á. Hann er á -1 eftir 12 holur en hann er með Graeme McDowell frá Norður- Írlandi og Phil Mickelson í ráshóp. McDowell er á sama skori og Woods en Mickelson er á -2. McDowell, Woods og Mickelson eru í 4.-6. sæti heimslistans en þeir sem eru sætunum þar fyrir ofan á þeim lista eru saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Martin Kaymer frá Þýskalandi, sem er efstur á þeim lista og hann er á 5 höggum undir pari líkt og Englendingurinn Luke Donald sem er í þriðja sæti heimslistans. Lee Westwood, sem er öðru sæti heimslistans, er á -4. Hunter Mahan, sem lék með bandaríska Ryderliðinu s.l. haust á Celtic Manor, er í efsta sæti á -7 að loknum 11 holum. Golf Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Tiger Woods er að venju helsta fréttaefnið í golfíþróttinni og nú hafa þjálfarar hans tekið við keflinu og rífast þeir nú í fjölmiðlum þar sem deiluefnið er hvor þeirra beri ábyrgð á afleitu gengi bandaríska kylfingsins. Woods náði aðeins að leika 12 holur á fyrsta keppnisdegi heimsmótsins sem fram fer í Miami en stormur setti keppnishaldið úr skorðum þar sem að 17 tré gáfu sig í óveðrinu og tveir sjónvarpsturnar brotnuðu við 18. flötina. Sean Foley, sem nýverið tók við sem þjálfari Tiger Woods, hefur sent Hank Haney fyrrum þjálfara Woods kaldar kveðjur í ýmsum viðtölum að undanförnu. Foley segir að Haney hafi í raun ekki gert neitt af viti á meðan hann var þjálfari Woods en Haney sagði sjálfur upp störfum fyrir 10 mánuðum. Foley sagði m.a. í viðtali að þær áherslur sem Haney hafi lagt upp með í golfsveiflu Woods séu óskiljanlegar. Foley hefur ekki náð að koma Woods á beinu brautina eftir að hann tók við sem þjálfari stórstjörnunnar og hann er kokhraustur þrátt fyrir það. Haney hefur svarað Foley fullum hálsi og telur hann að kylfingar hefðu meira gagn að því að fara í golfkennslu hjá Axel Foley – sem er persónan sem Eddie Murphy lék með eftirminnilegum hætti í kvikmyndunum Beverly Hills Cop. Haney er einnig á þeirri skoðun að Mick Foley, sem er þekktur kraftajötun og glímumaður í Bandaríkjunum gæti kennt mönnum meira í golfi en Sean Foley. Woods hefur ekki náð sér á strik á þessu ári þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann ætli sér að komast í fremstu röð á ný. Meðalmennskan hefur einkennt leik hans og í gær var engin breyting þar á. Hann er á -1 eftir 12 holur en hann er með Graeme McDowell frá Norður- Írlandi og Phil Mickelson í ráshóp. McDowell er á sama skori og Woods en Mickelson er á -2. McDowell, Woods og Mickelson eru í 4.-6. sæti heimslistans en þeir sem eru sætunum þar fyrir ofan á þeim lista eru saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Martin Kaymer frá Þýskalandi, sem er efstur á þeim lista og hann er á 5 höggum undir pari líkt og Englendingurinn Luke Donald sem er í þriðja sæti heimslistans. Lee Westwood, sem er öðru sæti heimslistans, er á -4. Hunter Mahan, sem lék með bandaríska Ryderliðinu s.l. haust á Celtic Manor, er í efsta sæti á -7 að loknum 11 holum.
Golf Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira