Edge innlánin notuð til að falsa gengi Kaupþingshluta 14. mars 2011 10:42 Kevin Stanford stjórnarformaður All Saints, og fyrrum í hópi stærstu viðskiptavina Kaupþings, heldur því fram að Kaupþing hafi notað það fé sem lagt var inn á Edge reikninga bankans til þess að falsa gengið á hlutabréfum Kaupþings. Þetta kemur fram á vefsíðunni RetailWeek. Þar er vitnað í bréf frá Stanford þar sem hann heldur því fram að Kaupþing hafi haft þann háttinn á að lán auðugum viðskiptavinum sínum það fé sem kom inn á Edge reikningana í dótturbankanum Singer & Friedlander með því skilyrði að viðkomandi lánþegar keyptu hluti í Kaupþingi fyrir hluta af lánunum. Það sem Stanford heldur fram er hrein markaðsmisnotkun en verið er að rannsaka ýmis dæmi um víðtæka markaðsmisnotkun Kaupþings hér á landi og erlendis. Þegar Kaupþing, og þar með Singer & Friedlander, hrundi haustið 2008 áttu um 160.000 eintaklingar og lögaðilar fé inn á Edge reikningunum. Tap breska ríkisins af því að bjarga þessum reikningum með því að skutla þeim inn í hollenskan banka er talið nema 213 til 307 milljörðum kr. eftir því hve vel gengur með endurheimturnar úr þrotabúum Singer & Friedlander og Kaupþings. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kevin Stanford stjórnarformaður All Saints, og fyrrum í hópi stærstu viðskiptavina Kaupþings, heldur því fram að Kaupþing hafi notað það fé sem lagt var inn á Edge reikninga bankans til þess að falsa gengið á hlutabréfum Kaupþings. Þetta kemur fram á vefsíðunni RetailWeek. Þar er vitnað í bréf frá Stanford þar sem hann heldur því fram að Kaupþing hafi haft þann háttinn á að lán auðugum viðskiptavinum sínum það fé sem kom inn á Edge reikningana í dótturbankanum Singer & Friedlander með því skilyrði að viðkomandi lánþegar keyptu hluti í Kaupþingi fyrir hluta af lánunum. Það sem Stanford heldur fram er hrein markaðsmisnotkun en verið er að rannsaka ýmis dæmi um víðtæka markaðsmisnotkun Kaupþings hér á landi og erlendis. Þegar Kaupþing, og þar með Singer & Friedlander, hrundi haustið 2008 áttu um 160.000 eintaklingar og lögaðilar fé inn á Edge reikningunum. Tap breska ríkisins af því að bjarga þessum reikningum með því að skutla þeim inn í hollenskan banka er talið nema 213 til 307 milljörðum kr. eftir því hve vel gengur með endurheimturnar úr þrotabúum Singer & Friedlander og Kaupþings.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira