Viðskipti erlent

Robert Tchenguiz íhugar málaferli gegn SFO

Breski auðmaðurinn Robert Tchenguiz, fyrrum stærsti viðskiptavinur Kaupþings, íhugar nú málaferli gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO).

Fjallað er um málið í Financial Times en þar kemur fram að Robert Tchenguiz sé æfur af reiði vegna handtöku hans og Vincent bróður síns í síðustu viku.

Robert segir að hann hafi margoft boðið SFO að ræða við hana um samskipti sín og Kaupþings. Nú muni hann gera allt sem hægt er til að sýna fram á að það hafi verið rangt að handtaka þá bræður og að SFO muni verða dregin til ábyrgðar á gjörðum sínum.

Fram kemur í viðtalinu við Robert að lögmaður hans hafi haft samband við SFO þegar á árinu 2009 með boð um samvinnu og að það boð hafi verið ítrekað í fyrra.

Þá segir Robert að aðgerðir lögreglunnar í síðustu viku hafi verið gagnslausar því ef hann hefði viljað eyða gögnum hefði hann gert slíkt fyrir löngu síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×