Björgólfur Thor kýs ekki um Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2011 18:30 Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira