Innlent

Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstu dögum

Sigríður Elsa Kjartansdóttir sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.
Sigríður Elsa Kjartansdóttir sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins.

Ákæruvaldið í máli Gunnars Rúnars Sigþórssonar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar, sem myrti Hannes Þór Helgason á síðasta ári, ósakhæfan.



Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Sigríður Elsa Kjartansdóttir sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins að engin ákvörðun hefði verið tekin um áfrýjun. Það verði skoðað á næstu dögum.



Jafnframt sagði hún að í raun kæmi lítið á óvart í niðurstöðunni því erfitt hefði verið fyrir dóminn að ganga gegn niðrustöðum geðlæknanna þriggja. Hún sagðist þó telja ýmis rök hafa verið til stuðnings þess að Gunnar Rúnar yrði sakfelldur og dómurinn hefði mátt fjalla betur um þau rök í niðurstöðu sinni.


Tengdar fréttir

Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus

„Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson við yfirheyrslur hjá lögreglunni í september á síðasta ári, en hann var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að vera vistaður á viðeigandi stofnun fyrir að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann var því úrskurðaður ósakhæfur. Samkvæmt mati geðlækna var Gunnar meðal annars haldinn ástaræði eða amor insanus.

Gunnar Rúnar úrskurðaður ósakhæfur

Gunnar Rúnar Sigurþórsson var úrskurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa myrt Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Gunnari er dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×