Enski boltinn

Dirk Kuyt tryggði Liverpool sæti í 16 liða úrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt í leiknum í kvöld.
Dirk Kuyt í leiknum í kvöld. Mynd/AP
Hollendingurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool í seinni leik liðsins á móti tékkneska liðinu Spörtu Prag á Anfield í kvöld en Kuyt skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Liverpool mætir Lech Poznań eða Braga í 16 liða úrslitum en seinni leikur þeirra fer fram seinna í kvöld.

Liverpool var mun hættulegri aðilinn í leiknum á Anfield í kvöld en það tók þá samt langan tíma að ná markinu. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Tékklandi í síðsutu viku og liðin voru því búin að spila í 175 markalausar mínútur þegar Dirk Kuyt skoraði.

Dirk Kuyt skoraði markið sitt með skalla úr markteig eftir hornspyrnu frá Raúl Meireles. Skömmu áður hafði Liverpool orðið fyrir áfalli þegar Daninn Daniel Agger fór meiddur af velli.

Liverpool vann þar með fyrsta Evrópuleik sinn á Anfield undir stjórn Kenny Dalglish en ensk félög voru í banni frá Evrópukeppnum þegar hann stjórnaði liðinu á árunum 1985 til 1991.

Úrslit leikja í Evrópudeildinni í kvöld:Zenit St Petersburg-Young Boys    3-1 (4-3 samanlagt)

Bayer Leverkusen-Metalist Kharkiv    2-0 (6-0)

1-0 Simon Rolfes (47.), 2-0 Michael Ballack (70.)

Liverpool-Sparta Prag    1-0 (1-0)

1-0 Dirk Kuyt (86.)

PSV-Lille    3-1 (5-3)

Spartak Moskva - Basel    1-1 (4-3)

Sporting Lissabon-Rangers    2-2 (3-3, Rangers áfram)

0-1 El-Hadji Diouf (20.), 1-1 Pedro Mendes (42.), 2-1 Yannick Djaló (83.), 2-2 Maurice Edu (90.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×