Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. febrúar 2011 11:22 Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. AP Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann „rúllaði" upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. Hinn 17 ára gamli Matteo Manassero frá Ítalíu sigraði Charl Schwartzel frá Suður-Afríku og hinn 23 ára gamli Jason Day vann Paul Casey 4 /2. Manassero er eitt mesta efni sem komið hefur fram á síðari árum. Hann er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi og einnig sá yngsti sem hefur sigrað á opna breska áhugamannamótinu. Mótshaldara eru eflaust ekki sáttir við þá staðreynd að stærstu nöfn mótsins eru úr leik. Tiger Woods féll úr keppni í fyrstu umferð, Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, er úr leik eftir að hafa tapað gegn Nick Watney frá Bandaríkjunum. Steve Stricker og Jim Furyk eru einnig úr leik en þeir féllu báðir úr keppni í fyrstu umferð. Þjóðverjinn Martin Kaymer vann Justin Rose frá Englandi en Kaymer er í öðru sæti heimslistans og er líklegur til afreka. Hann þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Rose og úrslitin réðust ekki fyrr en á 20. holu. Af þeim 16 kylfingum sem eru eftir í keppninni er helmingur þeirra 30 ára eða yngri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti ekki góðan dag gegn Ben Crane frá Bandaríkjunum. Hinn 21 árs gamli McIlroy, sem er í 7. sæti heimslistans, sá aldrei til sólar gegn Crane og tapaði með gríðarlegum mun, 8/7. Leiknum var því lokið á 11. braut. Graeme McDowell frá Norður –Írlandi komst áfram með því að vinna Ross Fisher frá Englandi 4/2. Með sigrinum er öruggt að McDowell hefur sætaskipti við Tiger Woods á heimslistanum og fer Woods niður í fjórða sæti. Miguel Angel Jimenez frá Spáni er langelsti kylfingurinn sem er enn í baráttunni, en hann er 47 ára gamall. Hann hefur eflaust fengið sér vindling og rauðvín í gærkvöldi en Jimenez kann að njóta lífsins og er yfirleitt ekki að stressa sig mikið á hlutunum. Hann mætir Ben Crane í næstu umferð. Þeir sem mætast í þriðju umferð eru: Bobby Jones deildin: Nick Watney – Ryan Moore Matteo Manessero – Luke Donald Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Ben Hogan deildin: Rickie Fowler – Matt Kuchar Greame McDowell – YE Yang Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Bobby Jones deildinni og Ben Hogan deildinni mætast í undanúrslitum: Gary Player deildin: Martin Kaymer – Hunter Mahan Ben Crane – Miguel Angel Jimenez Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum.Sam Snead deildin: Geoff Ogilvy – Bubba Watson Jason Day – JB Holmes Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Gary Player deildinni og Sam Snead deildinni mætast í undanúrslitum: Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann „rúllaði" upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. Hinn 17 ára gamli Matteo Manassero frá Ítalíu sigraði Charl Schwartzel frá Suður-Afríku og hinn 23 ára gamli Jason Day vann Paul Casey 4 /2. Manassero er eitt mesta efni sem komið hefur fram á síðari árum. Hann er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi og einnig sá yngsti sem hefur sigrað á opna breska áhugamannamótinu. Mótshaldara eru eflaust ekki sáttir við þá staðreynd að stærstu nöfn mótsins eru úr leik. Tiger Woods féll úr keppni í fyrstu umferð, Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, er úr leik eftir að hafa tapað gegn Nick Watney frá Bandaríkjunum. Steve Stricker og Jim Furyk eru einnig úr leik en þeir féllu báðir úr keppni í fyrstu umferð. Þjóðverjinn Martin Kaymer vann Justin Rose frá Englandi en Kaymer er í öðru sæti heimslistans og er líklegur til afreka. Hann þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Rose og úrslitin réðust ekki fyrr en á 20. holu. Af þeim 16 kylfingum sem eru eftir í keppninni er helmingur þeirra 30 ára eða yngri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti ekki góðan dag gegn Ben Crane frá Bandaríkjunum. Hinn 21 árs gamli McIlroy, sem er í 7. sæti heimslistans, sá aldrei til sólar gegn Crane og tapaði með gríðarlegum mun, 8/7. Leiknum var því lokið á 11. braut. Graeme McDowell frá Norður –Írlandi komst áfram með því að vinna Ross Fisher frá Englandi 4/2. Með sigrinum er öruggt að McDowell hefur sætaskipti við Tiger Woods á heimslistanum og fer Woods niður í fjórða sæti. Miguel Angel Jimenez frá Spáni er langelsti kylfingurinn sem er enn í baráttunni, en hann er 47 ára gamall. Hann hefur eflaust fengið sér vindling og rauðvín í gærkvöldi en Jimenez kann að njóta lífsins og er yfirleitt ekki að stressa sig mikið á hlutunum. Hann mætir Ben Crane í næstu umferð. Þeir sem mætast í þriðju umferð eru: Bobby Jones deildin: Nick Watney – Ryan Moore Matteo Manessero – Luke Donald Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Ben Hogan deildin: Rickie Fowler – Matt Kuchar Greame McDowell – YE Yang Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Bobby Jones deildinni og Ben Hogan deildinni mætast í undanúrslitum: Gary Player deildin: Martin Kaymer – Hunter Mahan Ben Crane – Miguel Angel Jimenez Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum.Sam Snead deildin: Geoff Ogilvy – Bubba Watson Jason Day – JB Holmes Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Gary Player deildinni og Sam Snead deildinni mætast í undanúrslitum:
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira