Svandís á réttunni eða röngunni? Þorsteinn Pálsson skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á góðar rætur í Flóanum. Það hefur þó ekkert með þrætur hennar við Flóamenn að gera. Umræðan um þann málarekstur lýtur að því hvort ráðherrann hafi misnotað vald sitt í pólitískum tilgangi. Fjármálaráðherra og fleiri samstarfsmenn umhverfisráðherrans á Alþingi hafa brugðið fyrir hann skildi með því að láta að því liggja að sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi hafi haft stjórnvaldsákvarðanir um skipulagsmál til sölu. Þetta er kynleg málsvörn í ljósi þess að niðurstaða dómstóla var einmitt sú að ekkert slíkt hefði átt sér stað og fyrir þá sök hafi synjun umhverfisráðherra á staðfestingu skipulagsákvörðunar sveitarfélagsins verið ólögmæt. Oft eru slík vafamál uppi við stjórnsýsluákvarðanir að eðlilegt er að dómstólar skeri úr réttarágreiningi eða óvissu. Þó að lagarök ráðherra verði undir í niðurstöðu dómstóla leiðir það sjaldnast til þess að spurningar vakni um pólitíska ábyrgð og því síður um refsiábyrgð eftir ráðherraábyrgðarlögum. En er eðlilegt að slíkar spurningar vakni í þessu máli? Til þess að svara því þarf að liggja fyrir með hvaða hætti ákvörðun ráðherra var undirbúin. Tefldu lögfræðingar ráðuneytisins fram greinargerðum með sannfærandi rökstuðningi fyrir ólögmæti skipulagsákvörðunarinnar eða að verulegur vafi léki þar á? Enginn hefur kallað eftir rannsókn á því. Það er óskiljanlegt. Eftirlitshlutverk Alþingis á að ná til slíks undirbúnings og líka til hæfni embættismanna til að gefa sjálfstæða og áreiðanlega lögfræðiráðgjöf. Kjósa hefði mátt sérstaka rannsóknarnefnd af þessu tilefni en mildari og einfaldari leið hefði verið að allsherjarnefnd Alþingis hefði staðið fyrir dýpri skoðun á málinu. Niðurstöðuna er ekki unnt að gefa sér fyrirfram. Hitt er verra að Alþingi sinnti í engu þessu mikilvæga eftirlitshlutverki.Sunnar en Norðurlönd Það sérstaka í málinu er að umhverfisráðherrann reyndi ekki á Alþingi að verja sig með tilvísun í þann lagaágreining sem dómstólar úrskurðuðu um. Hann tefldi þess í stað fram pólitískum rökum um náttúruvernd. Náttúran á að njóta vafans sagði ráðherrann þar. Sú skoðun getur verið góð og gild. Kjarni málsins er hins vegar sá að hún er ekki lögmæt ástæða til að synja um staðfestingu á skipulagi þar sem ágreiningur er um hvort greiðslur fyrir skipulagsvinnu hafa stoð í lögum. Sá ágreiningur laut ekki að náttúruvernd. Ráðherrann hefur með öðrum orðum sjálfur staðhæft að pólitísk sjónarmið en ekki lögfræðileg hafi ráðið för. Forsætisráðherra hefur einnig sagt að umhverfisráðherrann njóti trausts vegna þess að hann studdist við rétta pólitík við ákvörðunina. Ráðherrarnir draga þannig báðir fram í dagsljósið að ómálefnaleg sjónarmið hafi búið að baki. Tilgangurinn réttlætti meðalið. Hann var að hindra virkjanir. Þetta gefur Alþingi sérstaka ástæðu til að skoða hvort finna megi í ráðgjöf embættismanna pólitískt mat af þessu tagi. Ef svo ólíklega vildi til væri um að ræða býsna alvarlegar brotalamir í stjórnsýslunni. Þeirri óvissu sem umhverfisráðherra hefur sett embættismenn sína í að þessu leyti þarf að eyða. Meirihluti Alþingis telur án skoðunar að umhverfisráðherrann hafi staðist öll pólitísk siðgæðispróf. Það bendir til að siðaviðmiðin liggi sunnar í álfunni en Norðurlönd.Kelda rökleysunnar Hver á að borga brúsann af skipulagi við stórvirkjanir sem framleiða rafmagn til iðjufyrirtækja í eigu útlendinga? Hugmyndafræði vinstriflokkanna segir að það skuli efnalitlir bændur gera í þessu tilviki. Vissulega kunna þeir að hafa þann hag af auknum umsvifum í sveitarfélagi sínu sem réttlæti að einhverju leyti slík sjónarmið. Hin sanngirnisrökin eru þó mun ríkari að rétt sé að láta þá sem sækjast eftir að virkja greiða allan kostnað sem af slíkum framkvæmdum hlýst. Ljóst má vera að fjárhagslegir hagsmunir þeirra eru meiri en sveitarfélaganna sem í hlut eiga. Jafnvel má færa rök fyrir því að virkjunarfyrirtækjunum verði gert skylt að greiða margvíslegan óbeinan kostnað sem af framkvæmdum þeirra leiðir í sveitarfélögum. Auðvitað má horfa fram hjá sanngirnisviðmiðum af þessu tagi og láta náttúruverndarsjónarmið ráða. En fær ekki náttúran best notið vafans um það hvort réttmætt er að virkja ef þeir sem fyrir framkvæmdum standa þurfa að greiða allan raunkostnað? Virkar nokkuð betur á þá til að hugsa sinn gang en aukinn kostnaður? Engin þúfa í Flóanum liggur svo lágt að þaðan sjáist ekki greinilega að umhverfisráðherrann er hér fastur í keldu rökleysunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á góðar rætur í Flóanum. Það hefur þó ekkert með þrætur hennar við Flóamenn að gera. Umræðan um þann málarekstur lýtur að því hvort ráðherrann hafi misnotað vald sitt í pólitískum tilgangi. Fjármálaráðherra og fleiri samstarfsmenn umhverfisráðherrans á Alþingi hafa brugðið fyrir hann skildi með því að láta að því liggja að sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi hafi haft stjórnvaldsákvarðanir um skipulagsmál til sölu. Þetta er kynleg málsvörn í ljósi þess að niðurstaða dómstóla var einmitt sú að ekkert slíkt hefði átt sér stað og fyrir þá sök hafi synjun umhverfisráðherra á staðfestingu skipulagsákvörðunar sveitarfélagsins verið ólögmæt. Oft eru slík vafamál uppi við stjórnsýsluákvarðanir að eðlilegt er að dómstólar skeri úr réttarágreiningi eða óvissu. Þó að lagarök ráðherra verði undir í niðurstöðu dómstóla leiðir það sjaldnast til þess að spurningar vakni um pólitíska ábyrgð og því síður um refsiábyrgð eftir ráðherraábyrgðarlögum. En er eðlilegt að slíkar spurningar vakni í þessu máli? Til þess að svara því þarf að liggja fyrir með hvaða hætti ákvörðun ráðherra var undirbúin. Tefldu lögfræðingar ráðuneytisins fram greinargerðum með sannfærandi rökstuðningi fyrir ólögmæti skipulagsákvörðunarinnar eða að verulegur vafi léki þar á? Enginn hefur kallað eftir rannsókn á því. Það er óskiljanlegt. Eftirlitshlutverk Alþingis á að ná til slíks undirbúnings og líka til hæfni embættismanna til að gefa sjálfstæða og áreiðanlega lögfræðiráðgjöf. Kjósa hefði mátt sérstaka rannsóknarnefnd af þessu tilefni en mildari og einfaldari leið hefði verið að allsherjarnefnd Alþingis hefði staðið fyrir dýpri skoðun á málinu. Niðurstöðuna er ekki unnt að gefa sér fyrirfram. Hitt er verra að Alþingi sinnti í engu þessu mikilvæga eftirlitshlutverki.Sunnar en Norðurlönd Það sérstaka í málinu er að umhverfisráðherrann reyndi ekki á Alþingi að verja sig með tilvísun í þann lagaágreining sem dómstólar úrskurðuðu um. Hann tefldi þess í stað fram pólitískum rökum um náttúruvernd. Náttúran á að njóta vafans sagði ráðherrann þar. Sú skoðun getur verið góð og gild. Kjarni málsins er hins vegar sá að hún er ekki lögmæt ástæða til að synja um staðfestingu á skipulagi þar sem ágreiningur er um hvort greiðslur fyrir skipulagsvinnu hafa stoð í lögum. Sá ágreiningur laut ekki að náttúruvernd. Ráðherrann hefur með öðrum orðum sjálfur staðhæft að pólitísk sjónarmið en ekki lögfræðileg hafi ráðið för. Forsætisráðherra hefur einnig sagt að umhverfisráðherrann njóti trausts vegna þess að hann studdist við rétta pólitík við ákvörðunina. Ráðherrarnir draga þannig báðir fram í dagsljósið að ómálefnaleg sjónarmið hafi búið að baki. Tilgangurinn réttlætti meðalið. Hann var að hindra virkjanir. Þetta gefur Alþingi sérstaka ástæðu til að skoða hvort finna megi í ráðgjöf embættismanna pólitískt mat af þessu tagi. Ef svo ólíklega vildi til væri um að ræða býsna alvarlegar brotalamir í stjórnsýslunni. Þeirri óvissu sem umhverfisráðherra hefur sett embættismenn sína í að þessu leyti þarf að eyða. Meirihluti Alþingis telur án skoðunar að umhverfisráðherrann hafi staðist öll pólitísk siðgæðispróf. Það bendir til að siðaviðmiðin liggi sunnar í álfunni en Norðurlönd.Kelda rökleysunnar Hver á að borga brúsann af skipulagi við stórvirkjanir sem framleiða rafmagn til iðjufyrirtækja í eigu útlendinga? Hugmyndafræði vinstriflokkanna segir að það skuli efnalitlir bændur gera í þessu tilviki. Vissulega kunna þeir að hafa þann hag af auknum umsvifum í sveitarfélagi sínu sem réttlæti að einhverju leyti slík sjónarmið. Hin sanngirnisrökin eru þó mun ríkari að rétt sé að láta þá sem sækjast eftir að virkja greiða allan kostnað sem af slíkum framkvæmdum hlýst. Ljóst má vera að fjárhagslegir hagsmunir þeirra eru meiri en sveitarfélaganna sem í hlut eiga. Jafnvel má færa rök fyrir því að virkjunarfyrirtækjunum verði gert skylt að greiða margvíslegan óbeinan kostnað sem af framkvæmdum þeirra leiðir í sveitarfélögum. Auðvitað má horfa fram hjá sanngirnisviðmiðum af þessu tagi og láta náttúruverndarsjónarmið ráða. En fær ekki náttúran best notið vafans um það hvort réttmætt er að virkja ef þeir sem fyrir framkvæmdum standa þurfa að greiða allan raunkostnað? Virkar nokkuð betur á þá til að hugsa sinn gang en aukinn kostnaður? Engin þúfa í Flóanum liggur svo lágt að þaðan sjáist ekki greinilega að umhverfisráðherrann er hér fastur í keldu rökleysunnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun