Sport

Íslensku badmintonstelpurnar unnu 4-1 sigur á Svíum á Evrópumótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. Mynd/GVA
Íslenska kvennalandsliðið í badminton kom sterkt til baka eftir 0-5 tap fyrir Þýskalandi á Evrópumótinu í Póllandi. Stelpurnar unnu 4-1 sigur á Svíum í öðrum leik sínum.

Ragna Ingólfsdóttir vann sterkustu badmintonkonu Svía í tveimur hörku lotum, 22-20 og 21-17, en Hansson er í 95. sæti heimslistans. Tinna Helgadóttir vann Jessici Carlsson í oddalotu, 21-18, 11-21 og 21-16. Snjólaug Jóhannsdóttir tapaði hinsvegar fyrir Elinor Widh, 18-21 og 15-21.

Báðir tvíliðaleiksleikirnir enduðu með sigri Íslands. Ragna og Tinna spiluðu við Emma Wengberg og Emilie Lennartsson og unnu eftir oddalotu: 21-14, 16-21 og 17-21. Síðasti leikinn spiluðu Snjólaug og Karitas Ósk Ólafsdóttir við Amanda Högström og báru sigur úr bítum, einnig eftir oddalotu: 20-22, 21-18 og 21-16.

Næsti leikur kvennalandsliðsins er á morgun klukkan 14 við Spán. Íslenska karlalandsliðið spilar í dag við Finna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×