Rannsaka frekar ef þarf 12. apríl 2010 04:00 Rannsóknarnefnd Alþingis tók til starfa í byrjun árs 2009. Nefndarmenn hafa oft rætt um hve starfið hafi verið erfitt og Tryggvi Gunnarsson sagði á blaðamannfundi í janúar að hann hefði oft verið gráti nær við vinnslu hennar.fréttablaðið/stefán Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira